„Ég las viðtal við matreiðslumanninn Sigurð Kristin Laufdal Haraldsson í Fréttablaðinu í morgun.“
„Hver er það?“
„Sigurður Kristinn?“
„Sagðirðu ekki Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson?“
„Jú. Hann er byrjaður að vinna í Grillinu á Hótel Sögu. Eða á Grillinu. En hann vann áður á veitingastöðum í Kaupmannahöfn og í Finnlandi. Eða á Finnlandi – ég veit ekki hvort er. Hann var varaaðstoðaryfirkokkur þar – á veitingastaðnum Olo.“
„Varaaðstoðar…?“
„Varaaðstoðaryfirkokkur.“
„Í Olo? Ég meina: á Olo?“
„Já. Hann var varaaðstoðaryfirkokkur þar.“
„En ekki á Grillinu?“
„Meinarðu hvort hann hafi verið ráðinn sem varaaðstoðaryfirkokkur á Grillinu?“
„Já, ég meinti það.“
„Ég er ekki viss um að það hafi komið fram í viðtalinu. Ég þyrfti eiginlega að lesa það aftur.“
ps. meðfylgjandi ljósmynd tengist ekki þeim veitingastöðum sem minnst er á í samtalinu hér að ofan