„Ég kíkti aftur í viðtalið í Fréttablaðinu.“
„Við Sigurð Kristin?“
„Já. Ég gleymdi að minnast á áðan að staðurinn þar sem hann vann í Kaupmannahöfn er þriggja Michelin-stjörnu staður. Geranium.“
„Aldrei komið þangað.“
„Ekki ég heldur. Og staðurinn í Finnlandi – eða á Finnlandi (ef það er þannig) – hefur eina Michelin-stjörnu.“
„Hefurðu komið þangað?“
„Nei.“
„En í Grillið? Eða á Grillið? Hefurðu komið þangað?“
„Jú, reyndar. En það er orðið ansi langt síðan.“
„Hversu langt?“
„Lengra en ég man. Jú, ætli það hafi ekki verið á ofanverðum níunda áratug síðustu aldar.“
„En það var sem sagt í Olo – eða á Olo – sem Sigurður var varaaðstoðaryfirkokkur?“
„Já. Ég ætti að vita það, nú þegar ég er búinn að lesa viðtalið tvisvar.“
ps. það er kannski ástæða til að nefna það aftur að meðfylgjandi ljósmynd tengist ekki þeim veitingastöðum sem minnst er á í færslunni hér að ofan, og ekki heldur í færslunni fyrir neðan, sem sagt hvorki í aðal- né aukafærslunni