Ég veit það er fáránlegt – og eiginlega stenst það ekki skoðun – að þáttastjórnandi sé að fara burt í nokkra daga, þar sem enga tölvu er að finna, og hann hefur enn ekki látið uppi hver hljómsveitin er sem hann fékk lánaða á bókasafninu (og nú er hann ekki að tala um Antony and the Johnsons). Honum finnst þó ástæða til að nefna að hann var ekki að „uppnefna“ einn eða neinn þegar hann hnikaði til stöfum í orðinu starafugl – hann þóttist vera með það alveg á hreinu að starafugl væri anagram af orðinu stafarugl. En kannski er það bara alls ekki svo. Bara alls ekki – það kannski stenst bara ekki nokkra einustu skoðun. En þegar ég hugsaði um orðið anagram, þá poppaði allt í einu upp orðið analgram, og mér fannst að slíkt orð hlyti að hafa einhverja merkingu (líka). Nú hef ég að vísu ekki tíma til að vera að velta þessu lengi fyrir mér, ég er á förum eins og áður sagði; en einhver lítill fugl í höfðinu (hugsanlega fiðrildi) hvíslaði að mér að analgram hlyti að hafa eitthvað að gera með hinn nýstofnaða skóla í ljóðlistinni, Samanherpta hringvöðvann. En hér er eitt lag í viðbót með The Pogues (það „gerist“ í Londres, þar sem enga tölvu er að finna):