Mér er skapi næst að kalla á hjálp. Getur einhver lesið allar þessar bækur fyrir mig? Hver nýr titill sem mér berst inn á heimilið (úr jólabókaflóðinu) ýtir þeim sem kom á undan til hliðar. Þetta eru allt of margar bækur. Það eina í stöðunni er að setja Glenn Gould á fóninn (sem hentar reyndar ágætlega, því ég þarf að fara í svolitla handavinnu – hvaða vinna er annars ekki handavinna? Ég veit ekki betur en að ég skrifi með höndunum.) Glenn Gould dagsins í dag spilar Sibelius. Ég ákvað að fletta þessari músík upp á amazon – ég var forvitinn að vita hvað aðrir segðu um Glenn Gould að spila Sibelius. Og ég fann svolítið. Kannski er illa gert að vera að birta þetta – fólk gæti haldið að ég sé að gera grín, og það er alveg rétt: ég er að því – en mér finnst ólíklegt að Tetsuo Ishiaion viti hver ég er, og enn ólíklegra að lesendur þekki til Tetsuos Ishiaion. Kannski er þessi Tetsuo ekki til. Ég hef sjálfur birt umsögn um tónlist á amazon, og ég gerði það undir dulnefni. (Ég hef meira að segja gefið út bók sem nefndist Dulnefnin – gott að geta komið því að hér). En hér er hinn títtnefndi Tetsuo Ishiaion að tjá sig um Glenn Gould að spila Sibelius og Scriabin:
4.0 out of 5 stars
I’m loving this musics.
By Tetsuo Ishiaion 23 July 2013 – Published on Amazon.com
Verified Purchase
This is my first CD of non-Back/Beethoven/Mozart musics.
Glenn Gould’s this work was very impressive for me.
I’m listening every night, every day.