12. desember 2017

Það kemur að því að ég sest inn í bílinn

sem bíður mín á stæðinu.

 

Eins og nágranninn í húsinu við hliðina

gerir á hverjum degi.

 

Hjá mér mun þetta gerast

aðeins einu sinni.

 

(Öfugsnáði, bls. 43)

 

Annaðhvort er það sjálfsvorkunn eða lögreglueðlið í mér – hugsanlega hvorutveggja – en ég er enn að reyna að sjá fyrir mér manneskjuna í jeppanum sem ók í veg fyrir mig (og aðstoðarmann minn) í Reykholtssveit síðasta laugardag. Hefði henni tekist það sem ég þykist vita að hafi ekki verið ætlunarverk hennar, þá efast ég um að ég væri að velta þessu fyrir mér núna – ég þykist reyndar líka vita að hefði svo farið að minn bíll lenti á hennar, þá hefði þessi tónlist (hér fyrir neðan) tekið að hljóma í kyrrðinni sem hlýtur að koma í kjölfar svo harkalegs stefnumóts tveggja ökutækja: