Rétt í þessu var ég að fatta að tríó pólska píanóleikarans Marcin Wasilewski verður með tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur núna snemma í september. Af því tilefni eru hér tvær útgáfur af sönglagi Hanns Eisler, An den kleinen Radioapparat; ein þýsk:
og önnur pólsk:
En talandi um Þýskaland, þá er ég að fara í fyrsta skipti á ævinni að sjá íslenska kvennafótboltalandsliðið spila, núna eftir nokkra daga. Það spilar á Laugardalsvelli á laugardag – við þýska kvennafótboltalandsliðið. Ég hlakka til. Ég mun gefa skýrslu. Ég spái því að leikurinn fari 4 – 7, og að Guns´n´Roses spili tvö lög í hléinu. Þetta verður eitthvað, eins og sagt er. Samkvæmt spánni verður rigning. Ég fer ekki með „frænda“, ef einhverjum skyldi detta það í hug; ég fer með fjórum eða fimm ungum stúlkum – misungum að vísu. Misungar er svakalegt orð!