Ég hafði aldrei fyrr séð draug. Ég hafði reyndar að mestu verið laus við myrkfælni og átti það, eins og fleira gott, henni ömmu minni að þakka. Hún mun að vísu ekki hafa efazt um að draugar væru til, en í hennar augum voru þeir eins og hvert annað núll og nix, mér liggur við að segja að hún hafi haft á þeim hina megnustu fyrirlitningu.
„Enginn draugur getur verið svo merkilegur,“ sagði hún við mig, „að af honum þurfi að stafa nokkur hætta fyrir fólk eins og okkur, Nonni minn, sem treystum Guði.“
(Jónas Árnason: Syndin er lævís og lipur, stríðsminningar Jóns Kristófers)
Lag dagsins, Bike eftir Syd Barrett, í flutningi Pink Floyd, endar á sama hátt og bíómynd Antonionis, L´Eclisse:
Nú þarf bara að finna skáldsögu sem endar á sama hátt og bæði L´Eclisse og Bike.