Eggert Þorleifsson var kjörinn besti leikari í aðalhlutverki á Grímuhátíðinni í júní 2004 fyrir hlutverk Rósalindar. Bragi var tilnefndur til Grímunnar fyrir leikritið.
Rósar, tveggja barna faðir i Reykjavík, og Rósalind, föðuramma hans sem dvelur á elliheimili í höfuðborginni, hafa ekki talst við í sjö ár vegna hálftilefnislauss ósættis í tengslum við íbúð sem Rósalind leigði barnabarnabarni sínu, dóttur Rósars. Einn daginn tekur Rósar þá ákvörðun að reyna að sættast við ömmu sína. Hann heimsækir hana á elliheimilið ásamt ungum syni sínum, Hilmari. Sú heimsókn leiðir síðan í ljós hvort tímabært sé að leita sátta eða hvort jafn óskylt fólk og skyldmennin sem um ræðir hafi nokkuð hvert við annað að segja.
Grímuverðlaun 2004: Besti leikari í aðalhlutverki: Eggert Þorleifsson fyrir hlutverk Rósalindar.
Leikstjórn: Stefán Jónsson
Höfundur: Bragi Ólafsson
Leikarar: Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Hilmar Davíð Guðbrandsson (tók við hlutverkinu af Gunnari Hanssyni) & Sigríður Ilmur Kristjánsdóttir