Öskjuhlíðin rétt upp úr hádegi. Alhvít. Samkvæmt útvarpinu er ósonlagið óvenju þunnt. Fólki er ráðlagt að vera með sólgleraugu. Mannbroddarnir undir hægri skónum mínum eru ekki lengur átta, heldur þrír. Ég þarf að hafa hugann við hvert skref. En hvar var glæpurinn framinn? spyr ég sjálfan mig milli trjánna. Einhvers staðar var það. Og það gerðist hér: í Öskjuhlíðinni.