30. maí 2016

Unknown-1

Ég breytti nafninu á síðunni fyrr í dag, með hjálp Sigurjóns bróður. Það var ekki fyrr en núna rétt áðan (um áttaleytið) sem ég mundi eftir að hafa gert það. Núna kallast síðan Kafli á dag (eða sjaldnar), eins og hún gerði upphaflega – nema að þá var undirtitillinn nema á hvíldardögum (sem var ekki við hæfi; mér fannst það aldrei gera sig). Í millitíðinni kallaðist vefurinn Kafli á viku (eða annan hvern dag). En ég fékk leið á þeirri yfirskrift. Það er ekki nema til þess að leggja einhvers konar grunn undir nýju yfirskriftina sem ég birti þessa færslu núna (þótt undirskrift hennar gefi auðvitað til kynna að mér leyfist að gera undantekningar). Svo er ekki meira með það.