Holdsveikissjúklingur íslenskra stjórnmála fær 29% atkvæða. Hinn sjúklingurinn 11,5%. Allt í einu er pólitískur ómöguleiki eitt fallegasta hugtak íslenskrar tungu. Ég lofaði sjálfum mér í morgun að hugsa ekki eina hugsun framar um pólitík, en nú þegar hádegið er liðið, og miður dagur tekur við, þá verður hugsunin um að hugsanlega vilji enginn hinna fimm flokkanna koma nálægt jafn sjúkum flokki og þeim holdsveika afar aðlaðandi. Ekki að sú hugsun sé eitthvað óskaplega ný eða fersk. En á sunnudegi fer maður ekki fram á það af sjálfum manni að hugsanir séu nýjar eða ferskar. Og ég er að hugsa um að hugsa aðeins meira um þetta. Og í tilefni dagsins að hafa músík. Joni og Jaco (af hinni frábæru plötu Don Juan´s Reckless Daughter):