Nú langar mig bara til að vitna í hið stórfína þakkarávarp Sigurðar Pálssonar í tilefni af verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar í gær:
„Með því að berjast fyrir hinni skáldlegu vídd tungumálsins þannig að fólk verði virkir notendur, skapandi lesendur og túlkendur tungunnar, og jafnframt með því að læra önnur mál, með öllu þessu erum við ekki bara að berjast gegn hinni eitruðu einsleitni heldur í raun beinlínis að hjálpa til við að byggja upp lýðræðislegt samfélag.“
Hin eitraða einsleitni … Það finnst mér vel orðað. Óvinur número uno. Og número dos ekki síður: sérhagsmunasamtök í stjórnmálum.