G. Bragi, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er orðlaus yfir umfjöllun Kastljóss um brúna eggjabóndann í gærkvöldi. Hann kallar þetta viðbjóð. Ef eitthvað er að marka hina sláandi umfjöllun Ríkissjónvarpsins í gær, þá gerir maður líka ráð fyrir að hægt sé að marka það sem heyrðist í Ríkisútvarpinu í morgun; og samkvæmt því voru það mistök innan ráðuneytis nafna míns Gunnars sem ollu því að ekkert var gert í þessu með eggjabóndann brúna. Þetta las ég á Eyjunni:
„Í samtali við RÚV í morgun segir Gunnar Bragi að mistök hafi valdið því að málið fór ekki lengra innan ráðuneytisins, starfsmaður sem fékk málið á sitt borð hætti og málið hafi ekki ratað á borð neins annars. Gunnar Bragi segist fyrst hafa frétt af málinu þegar Kastljós spurðist fyrir um málið á dögunum en farið verði yfir málið í ráðuneytinu í dag.“
Það verður sem sagt farið yfir málið. „Það má vera“ að farið verði yfir þetta „óheppilega“ mál. Íslenskt fæðuöryggi. Íslenskur landbúnaður. Íslensk tollavernd. G. Bragi. Jón Bjarnason. Framsókn/Sjálfstæðisflokkur (og bráðum + Viðreisn/Björt framtíð). Andstæðingar ESB-aðildarviðræðna. Brún egg. Ég er alveg við það að detta í Lestargír Eiríks í Ríkisútvarpinu. Maður ælir. „Maður sést æla ofan á nafna sinn.“ Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verpir brúnum eggjum. „Vorið færði mér óhugnanlegan hlátur fábjánans.“ (Mig grunar að þetta sé rangt munað hjá mér, en ég er með plástur á þumli vinstri handar, og hitti ekki nógu vel á lyklaborðið. Því er hyggilegast að setja punkt hér. Tvípunkt.)