„Hann er búinn að finna hagkvæmustu lausnina fyrir ríkið til að losa sig við sjúkklinga.“ (af einhverjum netmiðli í gær)
Hvað er þetta með Íslendinga þegar kemur að frídögum? Það eru nokkrar vikur síðan við höfðum jól. Og svo koma páskar. Páskadagur er á sunnudegi. Og svo kemur næsta vika: mánudagur (annar í páskum, hvergi annars staðar í heiminum – hver fann upp annan í páskum?); þriðjudagur (starfsdagur í skóla barnsins, að minnsta kosti í Vesturbæjarskóla, sem þýðir að kennarar mæta til vinnu – er okkur sagt – en ekki börnin); miðvikudagur (raunverulegur skóladagur: barnið mætir í skólann, orðið afhuga skóla, og í raun búið að gleyma að það gekk í skóla); fimmtudagur (sumardagurinn fyrsti, frí í skólanum fyrir börn og kennara: önnur alíslensk uppfinning, sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að sumar kemur ekki á Íslandi fyrr en í maí/júní, stundum ekki fyrr en í júlí/ágúst); föstudagur (annar skóladagur vikunnar; börnunum boðið að koma í skólastofuna í annað sinn í vikunni); svo kemur helgi (tveir frídagar, almennt verðskuldaðir, en varla miðað við það sem á undan er gengið í „eftirpáskavikunni“). Það þarf að taka þetta til endurskoðunar. Ég má bara ekki vera að því; ég má engan tíma missa, ég þarf að yrkja.
Smá músík: