19. september 2017

Í gær var það „popp dagsins“, sem ég veit að mæltist vel fyrir hjá að minnsta kosti einum lesanda; hann, þessi „eini“ lesandi, hringdi sérstaklega í mig til að láta mig vita að hann hefði hlýtt á Luciu Popp syngja Händel af mikilli ánægju, allt að því áfergju (sem ég verð að segja að er ekki mjög viðeigandi orðalag þegar rætt er um þessa tónlist Händels). En þetta var í gær. Í dag er nýr dagur. „Í dag“. Og nú er komið að ljóðlistinni. Að „prósaljóði dagsins“. Ljóðið birtist upphaflega á vefnum mbl.is, einmitt „í dag“, þess vegna datt mér í hug að það gæti verið prósaljóð „dagsins“:

DREKINN

„Ég  hafði eng­an áhuga á að stýra þess­ari nefnd,” seg­ir Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Brynj­ar var í morg­un sett­ur af sem formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is. Nýr formaður var kjör­inn. Brynj­ar seg­ir að sú ráðstöf­un hafi ekki komið hon­um á óvart, enda hafi legið fyr­ir að nýr meiri­hluti hafi verið orðinn til í nefnd­inni. Hann seg­ir að hon­um hafi verið til­kynnt ákvörðunin fyr­ir fund­inn. Þess vegna hafi hann ekki mætt á fund­inn. „Ég var drek­inn,“ sagði Brynj­ar og bætti við að hon­um gremd­ist ekki niðurstaðan. Þvert á móti væri hann dauðfeg­inn að vera laus við að stýra þess­ari nefnd. Hann hefði eng­an áhuga á þeim mál­efn­um sem að nefnd­inni snúi. Nefnd­in hafi upp­haf­lega átt að vera í hönd­um minni­hlut­ans en að hann hafi svo „setið uppi með hana“.