13. október 2017


„Þegar ég horfi út um gluggann, á albönsku og makedónsku byggingaverkamennina negla vinklana í mótatimbrið á áttundu hæð hússins sem enn hefur ekki verið sett ofan á þak, þá geri ég mér grein fyrir að ég þarf sjálfur að „negla mína vinkla“ í uppbyggingu dagsins, að öðrum kosti muni dagurinn liðast í sundur, eins og framsóknarflokkar þessa lands. Ég hef allt of mörgum ólíkum hnöppum að hneppa í dag; ég verð að halda mjög vel á spöðunum til að hver hnappur lendi í réttu gati; og þess vegna ætla ég að grípa til „stafaruglsins“ frá í fyrradag, og láta líta svo út fyrir að það sem Jóhann Helgi Heiðdal segir þar sé einmitt það sem ég hafði hugsað mér að segja við þig núna.“

„Mig?“

„Já, eða … Kannski er ég ekki sammála öllu sem JHH segir um nýfæddan nóbelshöfund heimsins – til dæmis fjallar hann ekkert um hina stórkostlegu bók Óhuggandi (Unconsoled) – en það er bara svo margt umhugsunarvert í þessari grein að hún er margfalt þess virði að lesa. T.d. þetta um nóbelsverðlaunahafann á undan Kazuo Ishiguro.“

„Bob?“

„Ég verð alltaf hræddur þegar ég heyri þetta nafn.“

„Ég líka. En hérna er „stafaruglið“ frá því í fyrradag:

Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2017: Kazuo Ishiguro

Gesundheit.“