„Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með fjölmiðlana.“
„Ég veit að „Guð blessi Ísland“ virkar betur sem titill á leikriti, en þessar tvær setningar (eða yrðingar? fullyrðingar? skipanir? hótanir? eða hvað sem þær myndu kallast) hljóta að enda í sætum nr. 1 og 2 yfir … yfir hvað?“
„Játningar?“
„Trúarjátningar?“
„En er ekki trúarjátning alltaf eins konar hótun?“
„Gagnvart þeim sem er ekki sammála henni?“
„Já.“
„Nei, er það?“
„En Geir Haarde hótaði Íslandi að Guð myndi blessa landið.“
„Það er rétt. Og játaði um leið trú sína á Guði. Geir Waage – Geir Haarde … hvað er þetta með alla þessa Geira?“
„En þetta með leikritatitlana – gæti hinn titillinn (yfir leikritið sem byggt verður á síðasta – og vonandi alsíðasta – forsætisráðherra FLokksins) – gæti hann ekki verið Vonbrigðin með fjölmiðlana?“
„Algerlega. Ekki síðri titill en Guð blessi Ísland.“