Það stóð ekki til að hafa aukafærslu, en nú vildi svo til að ég var að skrifa svolítið annað, og þetta annað minnti mig á (hugsanlega of mikið) mannlýsingu sem ég las í gærkvöldi, í sögu eftir Fjodor Dostojevskí, í hinu undursamlega smásagnasafni Sögum frá Rússlandi, sem var að koma út hjá Uglu:
Enginn spilaði við hann, enginn bauð honum vindil, enginn gaf sig á tal við hann; kannski áttuðu menn sig á hvers konar mann hann hafði að geyma. Þess vegna var þessi herramaður neyddur til að sitja og strjúka bartana sína allt kvöldið svo hann sæti ekki bara með hendur í skauti. Bartarnir voru vissulega mjög tilkomumiklir. En hann strauk þá af svo miklu kappi að hiklaust hefði mátt halda – þegar fylgst var með honum – að fyrst hefðu bartarnir komið til sögunnar en síðan hefði maðurinn verið festur við þá í þeim eina tilgangi að strjúka þá. (úr sögunni Jólatré og brúðkaup, bls. 108 – þýð. Áslaug Agnarsdóttir)