Nei, ég var ekki búinn að gleyma að í dag er Dagur íslenskrar tungu. Enda Dagurinn ekki liðinn, varla byrjaður. Mig langar þess vegna – nei, líklega er það ekki góð hugmynd, í raun alls ekki … Ég hafði verið að hugsa um að auglýsa umfjöllun Jóhanns Helga Heiðdal um Sögur frá Rússlandi, og ætla hér með að gera það (enda ærin ástæða til) – þetta er að finna á Starafugli:
En vegna þess að við hliðina á umfjöllun Jóhanns Helga er póstur sem nefnist Bláa Hawaii, þá rifjaðist upp fyrir mér rúmlega þrjátíu ára gamalt ljóð, og ég fór að hugsa um bókina mína nýju, sem enn er á leiðinni frá Eistlandi, eftir tveggja mánaða vist handritsins, eða skjalsins, þar í landi; og ég fór að sakna þeirrar óútkomnu bókar, þó ekki væri nema vegna kápunnar utan um hana (sem Ragnar Helgi bjó til); og ég hugsaði líka um Dag ísl. tungu, að hann myndi líða án þess að skipið kæmi með Öfugsnáða að landi; og ég hugsaði ýmislegt annað, sem ég fattaði síðan að var allt að finna í ljóðinu Blue Hawaii (nema kannski þetta í síðustu línunni, um ferskjurnar sem „velta út af hillum ávaxtasala / hraðar en nokkur fær keypt“, því auðvitað kaupir fólk ekki það sem liggur lokað í gámi á hafsbotni í Eystrasaltinu eða Rauðarárvík); en vegna þess einmitt að það er Dagur ísl. tungu í dag, þá ákvað ég að láta ljóðið Blue Hawaii fylgja með hér í enskri þýðingu Bernards heitins Scudder, sem birtist í ljóðasafninu Brushstrokes of Blue (sem útgefandi minn Páll Valsson ritstýrði árið 1994) – mér fannst einhvern veginn „of mikið“ að vera að birta ljóð á íslensku, nú þegar Dagur ísl. tungu er ekki að kveldi kominn – það myndi jaðra við væmni eða tilfinningasemi að vera að gera of mikið úr íslenskri tungu á þessum degi, osfrv. Auk þess sem ljóðið ber enskan titil (mig grunar reyndar að uppsetning ljóðsins muni brenglast eitthvað þegar það flyst yfir á „bloggið“):
BLUE HAWAII
It´s on the corner of Bayswater Road and Lækjargata
that two bearded men
have trouble finding words
in tune with the times,
but “Dear Susan,
now Charlie Mingus
has broken a string in my heart,”
says a sensitive sergeant
in the fourth battalion of the magnanimous.
“Now I can never again
embrace you with any
circular conviction.”
The sweat of lovers in a Zurich suburb
breaks forth from a craftswoman in Laos,
a brass player in a seedy North Norwegian basement
dies a bitter death into his pipe,
and from the palm leaves, from the eyes of wailing women,
dirty tears run into
tins marked cat liver.
But it´s on the corner of Bayswater Rd. and Lækjargata,
behind every sprig that they peep out;
the shy lost maidens,
as fresh as the peaches that
roll of the fruitseller´s shelves
faster than you can buy them.