Þótt ef til vill hafi staðið til í upphafi (þegar fyrirsögnin FRÆNDI datt hérna inn í fyrradag) að velta sér upp úr „frændanum“ eins og enginn væri morgundagurinn – að blóðmjólka það orð, frændann – þá hefur sú ákvörðun verið tekin að slíkt gangi ekki til lengdar; það verði eitthvað að vera í bland inn á milli, eitthvað annað en bara eitthvað um „frændann“, þótt líklega muni hann, „frændinn“, verða fyrirferðamikill þegar upp er staðið, komi að þeirri stundu að upp verði staðið. Í dag birtist annars staðar á netinu spjall við „skyldmenni frændans“ um bókalestur, í Ráðuneyti Leslistans; og mér, skyldmenninu, finnst af því tilefni rétt að benda á Leslistann, sem er einmitt ein af þeim síðum sem það, skyldmennið, hafði í huga þegar það nefndi vefsíður um bókmenntir og tónlist í spjallinu (en nefndi þó ekki með nafni þar, heldur bara hér). Þetta er sem sagt ábending „frændans“ á þessum föstudegi: