Í nýjasta hefti hins franska Vogue er fjallað um skáldsöguna Gæludýrin, Les animaux de compagnie. Sagan er sögð vera sérviskuleg, fyndin og óþægileg, tilvistarleg og óvenjuleg, og á sinn hátt mjög rokkuð! Enda er Vogue með hugann við rokktilvist höfundar, og gerir Braga, eins og ekkert sé, að föður Sindra, sonar Bjarkar, sem hann er ekki. En það þarf ekki að koma á óvart, því um daginn fjallaði franska dagblaðið Liberation um skáldsögu eftir Sjón, og í þeirri umfjöllun var Sjón allt í einu orðinn að fyrrum gítarleikara Sykurmolana …
Umfjöllun í Vogue (pdf)