Í þessari bók sýnir Bragi Ólafsson á sér nýja hlið sem höfundur, og beinir athyglinni að því sem ekki telst endilega vera skáldskapur.
Faðir höfundar vaknar eina nótt við að ókunnugur maður stendur í svefnherbergisdyrunum á heimili hans við Skólavörðustíg. Aldarfjórðungi síðar rifjar sonurinn upp þessa reynslu föðurins, og styðst við heimildir sem óvænt tengdust atvikinu. Samhliða því fer hann á stefnulaust flakk um fortíð og nútíð, frá miðbæ Reykjavíkur upp á Mýrar og út í heim, með viðkomu í hugarheimi annarra höfunda. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina.
Útgefandi: Smekkleysa