MÁTUNARKLEFINN og aðrar myndir er samstarfsverkefni Braga Ólafssonar og Einars Arnar Benediktssonar. En ekki það fyrsta, því þeir hafa unnið saman að tónlist og útgáfumálum frá árinu 1981 þegar þeir hófu samstarf í hljómsveitinni Purrkur Pillnikk. Textarnir í Mátunarklefanum eru eftir Braga, og teikningar eftir Einar, en Einar hefur teiknað myndir á flestar bókakápur Braga.