Úlfhildur Dagsdóttir skrifaði um daginn lofsamlegan dóm um Fjarveruna á bókmenntavef Borgarbókasafnsins, þar sem hún tengir á mjög skemmtilegan hátt þessa nýju skáldsögu Braga öðrum sögum hans, Gæludýrunum, Sendiherranum og Handritinu. Einnig virtist Fjarveran kveikja á ýmsu í huga Kolbrúnar Bergþórsdóttur (K.B.) og Friðriku Benónýs (F.B.) í Kiljunni 19. des. Hér eru nokkur dæmi úr umsögnum þeirra Úlfhildar, Kolbrúnar og Friðriku, auk einnar athugasemdar frá Agli Helgasyni (E.H.):
Úlfhildur Dagsóttir á bokmenntir.is
- Fjarveran virðist snúast í eilífa hringi um eigið skott (Gæludýrasagan kemur fyrir, aftur og aftur, Est(h)terarnar tvær, endurtekna ónæðið í húsinu) án þess nokkurntíma að setjast niður. Sem slík stendur hún allmikið á skjön við þær tvær bókmenntagreinar sem eru hvað mest áberandi þessi árin, sögulegu skáldsöguna og glæpasöguna.
- Allt þetta og miklu meira er að finna í hinni umfangsmiklu en látlausu Fjarveru. Að auki er bókin uppfull af undirfurðulegum húmor og kunnuglegum grátbroslegum vandræðagangi eins og þekkja má úr bestu bókum Braga, og Fjarveran kemur sér prýðilega fyrir í þeim áratuga langa gleðskap. (Ú.D.)
Kiljan 19. desember
- Bragi er sá höfundur sem margir átta sig ekki á. (E.H.)
- Hann veit hvað hann er að gera, hann kemur manni alltaf á óvart. (K.B.)
- Óstjórnlega fyndinn höfundur. (K.B.)
- Mjög vel heppnuð og skemmtileg bók. (K.B.)
- Þetta er sjálfhverfa kynslóðin í aksjón. Hann vitnar eiginlega eingöngu í eigin verk. (F.B.)
- Rosalega vel gert. (F.B.)
- Skemmtilegasta bókin sem ég hef lesið á þessari vertíð. (F.B.)
- Ég hló bara eins og vitleysingur. (F. B.)
- Með skemmtilegri bókum. (K.B.)
Hægt er að skoða upptöku af þættinum á ruv.is en umfjöllun um bók Braga hefst á 39:45 mínútu.