Sendiherrann

Sagan af ljóðskáldinu Sturlu Jónssyni lýsir glímu hans við hinn miður ljóðræna raunveruleika, en einnig baráttu hans við glæpamanninn sem býr í okkur öllum. Hinn menningarlegi sendiherra lands síns þarf að bregðast við óvæntum áföllum á erlendri grund, en einnig gleðilegum eins og kynnunum af skáldkonunni Liliyu Boguinskaia, og hann þarf að kljást við þá ógn sem hans eigin sköpun hefur í för með sér – þau þungu sannindi að til að vera við sjálf þurfum við að stela frá öðrum.

Höfundurinn Bragi Ólafsson skapar einstæða en um leið kunnuglega veröld þar sem hárfínn húmor hans helst í hendur við tragísk örlög. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006.