Nánar um höfundinn

Bragi Ólafsson er leikritaskáld, ljóðskáld og prósahöfundur, búsettur í Reykjavík. Hann er fæddur árið 1962. Hann lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið1981, og stúdentsprófi frá nýmáladeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1983. Stundaði spænskunám við Háskólann í Granada á Spáni 1985-1986 og við Háskóla Íslands 1986-1987.

Næstu fimm ár starfaði hann sem tónlistarmaður og útgefandi, en frá 1997 til 2001 sem textagerðarmaður og prófarkalesari fyrir auglýsingastofu í Reykjavík, ásamt því að skrifa. Frá árinu 2001 hefur hann eingöngu starfað sem rithöfundur.

Fyrsta útgefna bók Braga er ljóðasafnið Dragsúgur, sem kom út undir merki Smekkleysu árið 1986. Nýjasta skáldsaga hans nefnist Fjarveran. Í apríl 2012 kom út ljóðabókin Rómantískt andrúmsloft.