Rómantískt andrúmsloft

Rómantískt andrúmsloft

Bragi Ólafsson laðar, ögrar og hrífur í nýjum ljóðum með auðþekkjanlegum brag og húmor. Ljóðum sem hylla skáldskapinn og tónlistina og fagna hverju nýju andartaki – en þar sem dauðinn er þó sínálægur, lævís og snöggur upp á lagið.

… þetta var daginn sem heimurinn faldi sig
fyrir fjölmiðlum sínum:
þegar hann neitaði að láta benda á sig
og bað um að ljósinu
yrði beint eitthvað annað.
Í heilan dag voru einu fréttirnar
ferðalag skýjanna á himninum.
Það er þess vegna sem ég kannast við þau.

Höfundur: Bragi Ólafsson

Bókina má kaupa á vef Forlagsins.

Ritdómar

Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Baldur A. Kristinsson, gaf bókinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Þar segir m.a.: „Sem fyrr segir eru feilsporin fá í Rómantísku andrúmslofti, og sum ljóðanna eru hrein snilld. Hér má finna sömu lágstemmdu kímni og sömu óvenjulegu sjónarhorn og lesendur þekkja úr fyrri ljóðabókum Braga. Þó er ekki laust við að heildartónninn sé ögn alvarlegri og djúphugulli en áður.”

Leave a Reply