Danskvæði

Nú þegar amma er hætt

að borða meðulin sín

og farin að stíga dans

– gömlum hljóðum sporum –

við ímyndað fólk inni í stofu,

rennur upp fyrir mér að

skyggnigáfa hefur alltaf fylgt ættinni,

og mun alltaf gera

á meðan ímyndað fólk

stígur dans við ömmu inni í stofu.

Leave a Reply