Út um sjoppudyrnar

Stórkostleg fjöllin, þaðan sem ég stend í sjoppudyrunum. Þaðan sjást fjöllin, fleiri en eitt, og ég horfi á þau. Flest eru þau brún eða grá.

Ég vil pylsu. Nú vil ég pylsu með öllu sem tilheyrir pylsum. Nú vil ég borða pylsu og horfa á fjöll.

Vissirðu að hér bakvið voru olíutankar og einu sinni varð sprenging, segir afgreiðslumaður. Við seldum hér bensín á bílana sem fóru framhjá.

Til hliðar við lúguna er auglýsing um dansleik á liðnu vori. Grábrúnu fjöllin speglast í glugganum, ég finn lykt af ryki og sól.

Nei, ég er aftur við dyrnar og pokinn utan um kjötið springur undan tönnunum.

Leave a Reply