29. nóvember 2016 (aukafærsla)

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að umfjöllun RÚV um Brúnegg sé gerð „til þess að knésetja íslenskan landbúnað.“ Það sé „agenda RÚV og “góða fólksins”.“ Þetta kemur fram á Facebook­síðu Vigdísar. Þar sakar hún Kastljós líka um að falsa myndirnar sem birtust í þættinum í gærkvöldi og segir þáttinn þekktan fyrir að falsa myndir með umfjöllun. „Voru þessar myndir frá búinu? Voru þessar myndir kannski frá öðru hæsnabúi í öðru landi? Kastljós er þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöllun – væri einnar messu virði að senda fyrirspurn um það“

Þá segir Vigdís að Ríkisútvarpið stundi falsanir og „3.600 milljónir renna úr vasa okkar landsmanna inn í þessa skoðanamyndandi stofnun – það var maður sem hafði samband við mig í gær og sagði mér að starfsmannafjöldinn á RÚV væri kominn yfir 700 manns með verktökum – hvenær er nóg nóg?“ segir hún á Facebook. (Kjarninn, 29. nóvember 2016)