24. janúar 2019

Var hægt að læsa smiðjunni, eða var ekki hægt að læsa smiðjunni? Þórbergur Þórðarson útskýrir málið:

Smiðjan var með timburþili niður að stétt. Það var auðséð, að það hafði aldrei verið tjargað eða málað. Það var hvítgrátt og gamallegt af sól og veðri. Á því voru dyr með hurð á hjörum. Ég man ekki, hvernig henni var lokað. Jú, nú man ég það. Henni var lokað með nokkuð stórum lykli. Það er ekki rétt, sem ég sagði áður, að það hefði ekki verið hægt að læsa neinum útidyrum á Hala. Það var hægt að læsa smiðjunni. Mér fannst alltaf Benedikt afi minn eiga smiðjuna og hún vera ættuð eins og hann austan úr Nesjum. Ég vissi aldrei, af hverjum mér fannst þetta. (Steinarnir tala)

En ætlar Bergþór Ólason að mæta aftur í vinnuna sína í alþingishúsinu? Já, hann ætlar að gera það. Og hann útskýrir hvers vegna; hann sendi frá sér grein um málið í íslensku dagblaði í morgun, rétt áður en hann myndi mæta í vinnuna. Þar segir hann meðal annars: „Í okkar fámenna hópi á veitingahúsinu voru þessi orð ósmekklegt en meiningarlaust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóðina.“

Mér verður aftur hugsað til Suðursveitar Þórbergs. Í Steinarnir tala fer um það bil ein og hálf blaðsíða í að lýsa kamrinum á Hala, þeim sem Þórbergur notaði ekki sjálfur, nema einu sinni, að eigin sögn („Ég var ekki mikill kamarmaður.“); og það er held ég bara alveg óumflýjanlegt að rifja upp nokkrar setningar úr hinni ítarlegu kamarlýsingu Þórbergs, þegar Klaustursmálinu, eða anda Klaustursins (sbr. andi jólanna, eins og í Jólasögu Dickens) er blásið enn á ný inn á alþingi með þeim áþreifanlega hætti að Bergþór og Gunnar Bragi ætla aftur að taka til hendinni; aðeins að létta undir með hinum þingmönnunum við þingstörfin. Þessar setningar Þórbergs eru á blaðsíðu 78 í Steinarnir tala:

Ég man eftir skelfilegum ólátum einhverntíma í kamrinum. Þau voru í hundum frá Breiðabólsstaðarbænum. Þeir voru lokaðir þar inni til þess að forða þeim frá hundafári, sem gekk í sveitinni. En þeir voru skilningsdaufir á sóttvörnina og geltu og urruðu og spangóluðu og ýlfruðu, eins og þeir væru að hágráta. Ég man ekki, hvernig þessi ósköp enduðu.

21. janúar 2019

Ég var snemma upp á það, sem var spennandi. Það var flóttinn frá því flata og hversdagslega. Og hér voru heimahagarnir með hraunum og mýrum og vinalegum smáragrundum. Og yfir allar þessar víðáttur breiddi sig kaupstaðarljós olíulampans eins og sólarljómi á júlídegi. (ÞÞ, Steinarnir tala, bls. 54)

19. janúar 2019

Nú jæja. Ég er sem sagt byrjaður að tala um bestu og mestu lög rokksögunnar (sjá færslu gærdagsins). Að vísu skýldi ég mér bakvið þá aumu vörn að það væri ákveðinn aðili sem tæki svo til orða, en ekki ég sjálfur: „mestu“ þetta og hitt; en nú dettur mér í hug hvort ekki væri tilvalið að halda þessu áfram; að gerast virkilega leiðinlegur, og fara að velja bestu lögin, eins og enginn sé (eða væri) morgundagurinn. Kannski næst að velja besta popplag poppsögunnar? Og síðan „mestu“ jazzplötu jazzsögunnar, osfrv. Og í framhaldi af því, til dæmis, „albestu“ leikkonu kvikmyndasögunnar (því mig langar svo til að koma Stephane Audran að í þessu bloggi, eftir að ég sá hana um daginn í lengri útgáfunni af Apocalypse Now. Nú eða Leslie Manville). En jæja – aftur. E kom í kaffi í gær. Ekki Mister E, heldur E, the actor. Og við ræddum um tónlist, eins og við gerum oftast. Og líka einhverjar bækur. Svo töluðum við illa um ákveðnar persónur, án þess að nokkuð hallaði á þær – það gerum við aldrei; við höfum sómatilfinningu. En við sem sagt ræddum um tónlist, en samt ekki Roxy Music, því mig grunar að E hafi ekki gaman af Roxy Music; hann er af kynslóð sem hefur engan sérstakan áhuga á Roxy Music. Ég nefni hljómsveitina Roxy Music, því Roxy Music var einmitt nafnið sem fyrst kom í hugann þegar ég fór að velta þessu fyrir mér með „mesta“ popplag poppsögunnar. Nú grunar mig – og tel mig vita – að sumir séu orðnir spenntir að vita hvort ég ætli virkilega að velja eitthvert lag með Roxy Music sem besta popplag poppsögunnar. Og það er einmitt það sem ég ætla að gera. Fyrir valinu verður The Bogus Man af hljómplötunni For your pleasure frá árinu 1973. (Ég veit að það stenst eiginlega ekki að hafa hástafi í titli lagsins, en ekki titli plötunnar, en ég ætla samt að láta þetta standa svona.) Þetta lag, The Bogus Man, er kannski ekki augljósasti kosturinn í stöðunni, þegar kemur að því að velja besta popplag sögunnar – og það er ekki laust við að ég komi sjálfum mér á óvart með þessari ákvörðun – enda hef ég í framhaldi af þessu ákveðið að afsaka valið með því að besta lagið sé ekki endilega besta lagið að eilífu, heldur eitthvert ákveðið lag einn daginn, og síðan eitthvert allt annað lag hinn daginn. En af því að í dag er laugardagur, þá liggur einhvern veginn beint við að útnefna The Bogus Man sem besta – og „mesta“ – popplag þeirrar löngu sögu sem poppsagan er. (Löngu í þeim skilningi að hún er eldri en ég.) En hér er lagið – það er ekkert að vanbúnaði að spila það:

Er ég sá eini sem heyrir áhrif frá Holger Czukay í þessu óviðjafnanlega lagi? Alveg örugglega ekki. En hvílíkt lag. Ég hugðist setja það á fóninn á heimili mínu í gær, en sú ákvörðun mæltist svo illa fyrir að ég hætti við. (Þetta er það besta við svona blogg: maður setur eitthvað „á fóninn“, án þess að það trufli nokkurn. Því bloggið er ekki heimili manns; það er eins konar home away from home.) En nú grunar mig að ég hafi tapað þræðinum í þessum skrifum mínum, að minnsta kosti þarf ég að rifja upp það sem ég hef þegar sagt, til að vita hvað skal koma næst. En líklega kemur ekkert meira – ekki í bili. Ég er búinn að senda „mesta“ popplagið „út í kosmósið“; það er frá, og nú get ég farið að sinna öðru. Mér kæmi þó ekki á óvart að ég yrði eitthvað aðeins upptekinn við það næstu daga að velja næstu „mestu“ og bestu hitt og þetta – þetta er eitthvað sem svo auðvelt er að ánetjast, í allri þeirri ofgnótt sem úr er að velja. The Plethora. Í stað „the horror, the horror“ (úr Heart of Darkness, og Apocalypse Now), má alveg kenna í brjósti um sjálfan sig með orðunum „the plethora, the plethora“.

18. janúar 2019

Góð – hugsanlega fullkomin – byrjun á föstudegi: Sway með The Rolling Stones, 4 blaðsíður í Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson (alger tilviljun að steinar komi fyrir í báðum þessum „hlutum“), og síðan Fimm hljómsveitarstykki eftir Arnold Schoenberg. Þá er hægt að byrja að vinna. Ég geri mér alveg grein fyrir að þetta hljómar eins og hefðbundin facebook-færsla (en það er líka allt í lagi); það eina sem vantar er mynd af morgunverði (áður en hann er snæddur). Í stað myndar langar mig til að pikka inn eina málsgrein úr Steinarnir tala:

Ég varð þess snemma var í upplagi mínu, að ég hafði orðið nokkuð afskiptur í úthlutun þeirrar eðlisgáfu, sem kölluð er metnaður. Ég var lítið hneigður til samkeppni og langaði aldrei til að verða öðrum meiri. Það má vera að þessi vöntun hafi dregið úr framförum mínum í dugnaði. En hún leiddi þá blessun af sér þar á móti, að vesöld mín og ónytjungsháttur náðu aldrei að sýkja minn innra mann. Ég fann aldrei til sjúklegrar vanmáttarkenndar gagnvart umhverfi mínu og þar af leiðandi aldrei til mannhaturs og hefnigirni. Ég vissi vel, að ég stóð að baki öðrum krökkum að hreysti og líkamsburðum. En mér stóð bara alveg á sama. Ég tók vesaldómi mínum léttilega, eins og lítið væri, lét sem minnst á honum bera, talaði aldrei um hann. En ég gat ekki komizt hjá þeim kvilla að hafa skömm á læknum, og engin orð í máli Suðursveitar þekkti ég eins viðbjóðsleg og „að leita lækninga“. Ég fékk velgju, þegar ég heyrði þau. (bls. 28-29)

Og í stað Fimm hljómsveitarstykkja eftir Schoenberg er hér „mesta rokklag allra tíma“, eins og ákveðinn aðili myndi orða það:

4. janúar 2019

FYRSTA SETNING: GJÖF

Það er auðvitað alkunna að gjöf sem einn gefur öðrum sé gefin þriðja aðila, vegna þess að sá í miðið kunni ekki að meta hana; en það er sjaldgæfara að sama gjöf sé gefin jafn oft og raunin varð um gjöfina sem Magga (Margrét) gaf upphaflega Rikka (Ríkharði) … (Hugmynd að fyrstu setningu í sögu, sem öðrum er frjálst að nota að vild.)

2. janúar 2019

ÓORT LJÓÐ UM SKIP SEM SEKKUR

Það mun fjalla um gamla brandarann um viðskiptahallann sem siglir að landi, og hvernig sá brandari verður allt í einu að harmleik einn daginn þegar stóri Eimskipafélagsfraktarinn strandar úti á Rauðarárvíkinni eftir nokkra daga í hafi, og sekkur – fer undir yfirborð sjávar með alla sína gáma – og allir farast. Það verða þó ekki skipverjarnir sem farast. Þeim verður bjargað upp í þyrlu, eins og forseta landsins, þegar honum var hent í sjóinn, og einhver björgunarsveitin bjargaði honum upp úr, eins og til að sýna hvað hún gæti; og þannig séð verður því ekki um neinn harmleik að ræða. Ég hef á hinn bóginn séð fyrir mér að þetta óhapp muni hafa mun djúpstæðari áhrif í landi – og þess vegna mun ég taka þannig til orða að allir á föstu landi farist – ég veit að það er fulldjúpt í árinni tekið, en samt – hvort sem gámarnir um borð í skipinu sokkna verði hífðir upp úr lestinni eða ekki, og jafnvel þótt hluti af varningnum skili sér óblautur í land. Ég sé fyrir mér manneskju á miðjum aldri – þess vegna yngri – æpa upp yfir sig, og harma ófenginn hlut sinn. Ég veit að einhver á skrifstofu skipafélagsins á eftir að beygja bak sitt yfir flóknum tölum á skrifborðinu, tölum sem fá á sig mynd einhvers allt annars en bara talna. Ég sé líka fyrir mér – og veit að sú lína mun halda sér í endanlegri gerð – að fiskarnir í sjónum muni synda framhjá skipinu – jafnvel ofan í lestina – og ekki hafa hugmynd um nokkurn skapaðan hlut. Og þrátt fyrir að maður eigi aldrei að skila einhverri ákveðinni niðurstöðu í ljóði, allra síst í lokalínunum, þá veit ég að lesandinn á eftir að gera sér grein fyrir að ég er að skrifa um einhvern gamlan, fúlan brandara – viðskiptahallann og allt það – en að yrkja um eitthvað allt annað.

 

23. desember 2018

Í vefútgáfu The Guardian í morgun eru nokkrir „aðilar“ beðnir um að velja eftirlætisjólalögin sín, og þeirra á meðal er Sarah Cracknell, söngkona hljómsveitarinnar St Etienne. Í þriðja sæti, á tíu laga lista, setur hún lag með Vashti Bunyan, Coldest night of the year; númer fjögur er Elvis, Blue Christmas; og í sjötta sæti er lag sem ég (ekki frændi; hann er ennþá á klósettinu) var einmitt að hlusta á í gær, oftar en einu sinni: Winter með The Rolling Stones. Ég, sem í tvo eða þrjá áratugi hef reynt að tala sem mest vont um The Rolling Stones (nema auðvitað Charlie Watts, smartasta trommuleikara rokksögunnar, hvorki meira né minna) – ég að spila lag með The Rolling Stones …? En það er svo gaman að geta verið sammála Söru Cracknell um eitthvað svona. Hér er myndskreytt útgáfa af Winter með The Rolling Stones, með sérstökum Mick Taylor-hala fyrir aftan. Ég ætla annars að athuga með frænda inn á baðherbergi – mér finnst ekki gott ef hann ætlar að vera þar yfir hátíðarnar (alveg burtséð frá því hvort ég þarf sjálfur að nota b-herbergið).

11. desember 2018

Ég verð að segja það. Það er með aðdáun – og nokkurri furðu (ég verð líka að segja það) – sem ég horfi á eftir frænda lauma sér út úr stofunni, í gegnum vængjahurðina, á meðan ég skenki afa morgunákavítið sitt, þar sem hann situr í ytra horni stofunnar. Afi heitinn er skiljanlega ekki oft í stofunni hjá okkur – hinir látnu koma og fara, svolítið eftir hentugleikum, virðist vera – en þegar hann birtist, þá geri ég alltaf ráð fyrir því, að minnsta kosti frekar en ekki, að frændi standi upp úr sínum stól, og láti sig hverfa. Mér finnst eins og það hafi gerst oftar núna í seinni tíð. Kannski hefur það eitthvað með augnaráð afa að gera; hvernig hann horfir á frænda (á meðan hann bíður eftir að ég færi honum snafsinn), og brosir út í annað þegar frændi horfir með löngunaraugum á kassettutækið, án þess að geta með góðu móti leyft sér að ýta á play, því hann veit að afi þolir ekki tónlist. En líklega er þetta allt ímyndun í sjálfum mér. Ég gæti allt eins trúað að ekkert af þessu gerist. „Ef þú færðir mér nokkur staup í viðbót,“ sagði afi einu sinni við mig (vitandi ósköp vel að það má ég ekki gera; hann má ekki fá meira en eitt staup í einu, þótt eitt staup í viðbót myndi bara gera honum gott, býst ég við), „þá myndi ég eflaust hafa það af þótt hann spilaði þetta fiðlusarg sitt.“ Kannski átti hann við að honum fyndist músíkin í raun og veru fín? Ég veit samt að hann gæti aldrei játað slíkt frammi fyrir frænda, eða hverjum sem er; ef tónlist ætti að hljóma hér í stofunni, þá þyrfti hún að vera valin af afa. En núna er ég kominn út af sporinu. Ég hafði ætlað mér að lýsa því hvernig frændi lét sig hverfa. (Ég veit þetta hljómar fremur dramatískt, en þetta er það sem gerist: hann hverfur.) Allt í einu er hann bara staðinn upp úr stólnum. En ætli hann hafi ekki rekið sig í eitthvað á leiðinni að stofuhurðinni, því ég heyrði eitthvert hljóð sem fékk mig til að snúa mér við, þar sem ég stóð yfir afa heitnum. Ég veit samt ekki hvað hann ætti að hafa rekið sig í. Ég þykist líka vita að hann hafi vitað að ég vissi af honum þarna, því hann gætti sín á að horfa ekki til baka þegar hann smeygði sér út um vængjahurðina. Hann horfði heldur ekki í gegnum glerið í hurðinni þegar hann var kominn fram á gang; það var augljóst að hann vildi forðast augnsamband við mig. Ég hafði komið brennivínsstaupinu fyrir á borðinu hjá afa; og lagði síðan flöskuna frá mér við hliðina; og tiplaði í átt að hurðinni, til að sjá hvert frændi væri að fara. Ég fylgdist með honum ganga framhjá skenknum háa vinstra megin við eldhúsdyrnar, þeim sem ásamt konsúlsborðinu á móti rammar af ganginn langa inn í dýpri enda íbúðarinnar; hann gekk mjög hægum skrefum yfir mottuna rauðu, þar sem Gunni frændi var alltaf vanur að leika sér við hinn framliðna þegar hann var barn (þann sem aldrei fékkst upp úr barninu hver var); og þegar hann (frændi) kom að svefnherbergjaganginum leit hann til beggja átta, eins og til að ganga úr skugga um að enginn sæi til hans (sem auðvitað var óþarfi, því það var enginn annar í íbúðinni, að frátöldum mér og afa – afa sem í sjálfu sér var ekki þar). Án þess að líta til baka gekk frændi síðan að baðherbergisdyrunum, tók í húninn og opnaði, og lét sig hverfa fremur snöggt þangað inn. Ég veitti því athygli að húnninn að utanverðu var lengi að snúast upp, líkt og frændi tæki sér tíma hinum megin við hurðina til að ákveða hvort hann væri að gera rétt. Eða svo ímyndaði ég mér. Svo ímynda ég mér. Hann hlýtur að hafa tekið rétta ákvörðun. Ég bíð við vængjahurðina í á að giska fimm, sex mínútur; og kannski bætast við nokkrar mínútur enn áður en ég ákveð með sjálfum mér að frændi sé í raun og veru horfinn. Bless, frændi. Þangað til næst. Ef það verður eitthvert „næst“. (En af hverju „aðdáun“ og „furða“? Nefndi ég þau orð ekki áðan? Jú. En líklega gerði ég það vegna þess að mér dytti aldrei í hug sjálfum að láta mig hverfa svona. Enda alltaf upptekinn við að skenkja fólki ákavíti – lifandi og liðnum.) En áður en ég forða mér sjálfur – af síðunni – geng ég yfir í borðstofuna, þar sem „sú gamla“ hefur lagt á borð fyrir næsta sunnudag – ég veit ekki af hverju ég tek þennan krók yfir í borðstofuna; kannski er ég eitthvað órólegur – svo fer ég aftur yfir í setustofuna – afi horfinn úr stólnum; maður veit aldrei hversu lengi hann staldrar við í einu (hann er þó greinilega búinn að fá sér úr staupinu – og kannski búinn að taka einn slurk úr flöskunni, sem stendur við hliðina á staupinu) – og ég leyfi mér að ýta á play-takkann á Panasonic-tækinu – og hvað heyrist þá? Það er eins og frændi hafi passað sig á að skilja kassettuna eftir „mitt á milli þátta“ í tónlistinni, því þegar ég tek fingurinn af takkanum hefst um leið þriðji þáttur fyrri strengjakvartetts Borodins, fluttur af sjálfum Borodin-kvartettinum:

8. desember 2018

Fyrir þau sem kunna nótur:

Sem sagt ekki fyrir mig. Ég verð að sætta mig við Buzzcocks, og minnast þess um leið að nú er Pete Shelley, sá sem sagði að Einar Örn væri sætur, þegar hann heimsótti okkur í stúdíó í London, ekki lengur meðal vor. Hann lést í Eistlandi, þar sem hann bjó. En Pete var líka sætur – það fannst mér þegar við hittum hann.

6. desember 2018

Meira að segja frændi hefur gaman af The Cramps. Eða þykist hafa. Sem þýðir í raun að hann hafi ekkert á móti hljómsveitinni, eða því hvernig hún hljómar. Ég spilaði fyrir hann A date with Elvis í gær, stuttu áður en Lilja Alfreðsdóttir kom á sjónvarpsskjáinn og talaði um fyrrverandi samstarfsmenn sína sem ofbeldismenn; og mér sýndist hann – frændi – glotta út í annað; og kannski var það ímyndun, jafnvel óskhyggja, en ég gat ekki betur séð en að hann hreyfði aðra löppina upp og niður, að minnsta kosti í smástund, í takt við fyrsta lagið á plötunni, How far can too far go? Enda eiginlega ekki annað hægt í stöðunni, þegar maður hlustar á lagið:

En nú – frá og með Kastljóssþættinum í gærkvöldi – hefur verið gefið leyfi fyrir því að nota orðið ofbeldismenn yfir fólk í stjórnmálum. Ég verð að segja það (og nú brosir maður ósjálfrátt út í annað, þegar samflokksmaður Lilju, Steingrímur Hermannsson heitinn, rifjast upp fyrir manni, með orðin „ég verð að segja það“ á vörunum) að mér fannst orðnotkun Lilju alveg við hæfi þarna í Kastljósi, því auðvitað er þetta einhvers konar tegund ofbeldis, það sem sexmenningarnir héldu að væri prívat samtal í horninu á hverfisbar alþingis. Mér fannst að vísu óþarfi hjá menntamálaráðherra að nota tækifærið í spjallinu í gær til að tala um einhver góð verk þeirrar ríkisstjórnar sem hún er hluti af – það held ég að hljóti að vera afar hæpið að fullyrða um – og það var beinlínis rangt af henni að segja að hin stóra „leiðréttingar“-blekking Sigmundar Davíðs og þeirra í Framsóknarflokknum hefði verið góður hlutur. En nú þegar orðið ofbeldisfólk er komið inn í pólitíska umræðu – og stór hluti þjóðarinnar kinkar kolli við því – þá kemur óhjákvæmilega upp í hugann að fleira ofbeldisfólk kunni að leynast í þingsalnum, og jafnvel í ríkisstjórninni. Pólitískt ofbeldisfólk. Því hvað er hinn ítrekaði og róttæki óheiðarleiki fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra annað en pólitískt ofbeldi? Ekki neitt. Ekki neitt annað. (Óskaplega er ég eitthvað farinn að hljóma dramatískur. Þetta eru áhrif frá Crampslaginu. Ég sem ætlaði bara að rifja upp Grænu krána eftir Rimbaud, hér á þessum desemberfimmtudegi, í dásamlegri þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Svo hafði ég eitthvað hugsað um að minnast á nokkrar „jólabækur“ sem ég hef lesið nýlega, allar mjög fínar, hver á sinn hátt, eða eiginlega allar; en það verður að bíða betri tíma – því það koma alltaf betri tímar en þeir sem líða í augnablikinu; maður er jafnvel farinn að horfa til þeirrar stundar þegar Sigmundur Davíð játar sig endanlega sigraðan sem stjórnmálamann – þegar hann springur sem slíkur, ekki „springur út“ (hann er búinn að gera það), heldur einfaldlega „springur“, eins og Halldór Bragason myndlýsti svo vel í Fréttablaðinu í vikunni, með því að sýna John Cleese bjóða Sigmundi hina ofurþunnu myntuvöfflu í boði Klausturs – að vísu sýnir myndin hann ekki springa, heldur á augnablikinu áður en það gerist. Eins og í bíómyndinni The Meaning of Life. En nú ætla ég að gerast dramatískur aftur, og lýsa því yfir að í ljóði Rimbauds, um ferðalanginn á grænu kránni, sé að finna hina endanlegu, og absólút, merkingu lífsins. Ég held reyndar að þá merkingu sé helst að finna í kommusetningu Helga hálfa.)

 

Í GRÆNU KRÁNNI

klukkan fimm að kvöldi

(Arthur Rimbaud)

 

Í viku hafði ég hruflað mína skó

á hrjúfu grjóti vegarins, er mig bar

að Grænu kránni. Þar bað ég um brauð, og nóg

af bezta smjöri, og flesk. Ég hvíldi mig þar

 

í góðu skapi, með skankana teygða við borð,

og skoðaði mynd, sem hékk þar litrík og gljáð

á vegg, – þegar stúlkan, ó! nú skortir mig orð!

með ofsa-brjóst og fjörmikið augnaráð,

 

– sú hláturmilda, sem ekki er alltof feimin

við einn koss! – var þar komin, með brauð og smér,

og rósóttan disk með fleski, og færði mér,

 

já, flesk, rósrautt og hvítt, með ljúffengan eiminn

af lauk! – og hellti unz feikna krús var full

af freyðandi bjór sem skein í kvöldsól sem gull.

 

4. desember 2018

„Bókmenntir eru til fyrir aðeins eina ástæðu. Þær koma í veg fyrir ógeð rithöfundanna á lífinu.“ Haft eftir Durtal, persónu J.K. Huysmans í skáldsögunni Í neðra. Ég hafði punktað hjá mér þessa setningu í gærmorgun, því klukkan eitt í gær fór ég í spjall í Lestinni í Ríkisútvarpinu til að tala um bók sem fólk ætti endilega að lesa nú í desember árið 2018 (eins og fólk hafi ekki úr nógu mörgum bókum að velja í augnablikinu, nú þegar nokkur hundruð titlar íslenskra bóka hafa spýst út úr prentsmiðjum í mið- og austur-Evrópu undanfarnar vikur, og hafa verið fluttar til landsins, og inn í Bónus og Nettó). Annar Lestarstjórinn, Eiríkur, hafði hringt í mig kvöldið áður, og spurt hvort ég vildi velja einhverja bók til að tala um í þættinum sínum. Ég þurfti ekki að hugsa mig um lengi. Ég valdi A rebours, skáldsögu Huysmans, um dekadentinn Des Esseintes, með hliðsjón af yfirskrift innslagsins í Lestinni: bók sem ætti erindi við samtímann. Almennt er ég ekki mikið með hugann við hvort bækur eigi eitthvert sérstakt erindi við samtímann; það er frekar að ég reyni að forðast bækur sem fá á sig þann stimpil; en sumar bækur eru bara þannig að þær eiga alltaf erindi við lesandann, á öllum tímum; og bók Huysmans, Á móti straumnum (eða Gegn náttúrunni, hvernig sem fólk kýs að kalla hana á öðrum málum en frummálinu), er þannig bók. Gildi hennar liggur í því að hún „talar inn í samtímann“ með því að gera það ekki. (Guð hvað þetta er orðið útjaskað hugtak, að bækur eða listaverk tali inn í samtímann. Og nú verður mér hugsað til leiklestursins á Klausturspjallinu í Borgarleikhúsinu í gær – agalegt …) En nú er ég hvorki að fara að tala um hina yndislegu bók Huysmans, né að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort skáldverki eigi að spegla „samtímann“, eða samtíminn að spegla „skáldverkin“ – ég ætlaði bara að koma því að, eins og sem afsökun vegna spjallsins í útvarpinu í gær, að vegna tæknilegrar stríðni í Efstaleitinu klipptist aftan af því sem ég sagði um bókina; það vantaði að minnsta kosti hálfa mínútu í spjallið, þar sem ég held ég hafi einmitt sett einhvers konar lokapunkt á það. Plús það að mér auðnaðist ekki að koma að öllum hinum punktunum sem ég hafði sett á blað áður en ég fór í Efstaleitið; átta mínútur eru ekki langur tími í útvarpi; og vegna þess hversu gjarn ég er á að tafsa, og taka fram í fyrir sjálfum mér, þegar ég tala í hljóðnema, kom ég held voðalega fáu til skila af því sem ég hafði ætlað mér að segja um bók Huysmans. Og um Huysmans sjálfan. Þann „djöfullega“ höfund. Mikið sem hann er fínn. (Hann vann hjá Innanríkisráðuneyti Frakklands í einhver þrjátíu ár, minnir mig. Og skrifaði mikið af sínum bókum á bréfsefni ráðuneytisins. Í vinnunni.) En allavega. Ég vildi bara koma þessu að. Því mér fannst spjallið um bókina ekki alveg nógu greinargott. Mig hafði til dæmis langað til að koma að nokkrum fallegum orðum frá James Joyce um skrif Huysmans (í mjög vondri þýðingu): „… hin ofsafengna rotnun sem lýsir upp daprar blaðsíður Huysmans með sýktum ljóma sínum …“ Ég hafði líka ætlað mér að minnast á bók Michels Houellebecq, Undirgefni, í tengslum við Huysmans, því Huysmans sjálfur er eitt undirlag þeirrar bókar. Og síðast en ekki síst hefði verið „afar mikilvægt“ að ræða aðeins um bíómyndina La Grande bouffe eftir Marco Ferreri, með vísun í skáldsögu Huysmans um munk sællífsins Des Esseintes, því það er svo sterkur þráður milli þessara tveggja verka, Átveislunnar miklu og Á móti straumnum. Ég verð bara að fara aftur í Lestina einhvern tíma seinna. Og taka með mér minn eigin hljóðnema (sem virkar). Ef ég ætti hljóðnema. Sem ég á ekki. Nema auðvitað í símanum, býst ég við, þótt ég kunni ekki á hann. Ég kann bara á vasaljósið í símanum. Og það, vasaljósið, hefur heldur betur komið í góð not, þá helst í sveitinni, þar sem nóttin er ekki lýst upp eins og í bænum. En talandi um hljóðupptökur: hvers vegna í ósköpunum er forseti alþingis að biðja þjóðina afsökunar á subbuskap sexmenninganna á Klaustri? Af hverju ekki frekar að láta eins og þetta fólk sé ekki til, fyrst ekki er hægt að reka það úr vinnunni? Sniðganga er það eina sem dugar. Og einelti. Af hverju ekki að einelta Sigmund Davíð út úr alþingishúsinu? En svo vil ég bara benda á pistil Hermanns Stefánssonar um herbergi 305; hann er í Kvennablaðinu:

https://kvennabladid.is/2018/12/02/herbergi-305/

29. nóvember 2018

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir að Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sé ekki apaköttur. Þetta kemur fram á vefmiðli DV í dag; það er haft úr útvarpsviðtali sem Sigmar Guðmundsson átti við Gunnar Braga í „Morgunútvarpinu“. Eins og kemur fram í úrdrætti DV úr viðtali Sigmars við Gunnar Braga (sjá hér fyrir neðan) hafði Gunnar Bragi sagt við félaga sína að Oddný Harðardóttir væri apaköttur; en eins og einnig kemur fram í spjalli þeirra Sigmars og Gunnars Braga telur Gunnar Bragi svo ekki vera; hann segir að Oddný sé „að sjálfsögðu ekki“ apaköttur, heldur „klár manneskja“ Einnig kemur fram í spjallinu í „Morgunútvarpinu“ að Gunnar Bragi líti kynin sömu augum og sögupersóna írska rithöfundarins Flann O´Brien í skáldsögunni The Third Policeman, de Selby; að hann sjá engan mun á kynjunum (það er að segja hinum hefðbundnu kynjum, konum og körlum):

Gunnar Bragi: „Menn gera allskonar vitleysu þegar þeir eru drukknir, en það réttlætir það samt ekki að setja hlutina svona fram. Ég sagði þarna hluti sem ég – mér bara dauðbrá þegar ég heyrði þetta en man ekki allt sem fór þarna fram – en til dæmis ummæli mín um Oddnýju Harðardóttur eru bara hræðileg.“

Sigmar: „Kallar hana apakött?“

Gunnar Bragi: „Sem hún er að sjálfsögðu ekki. Bara klár manneskja og ég bið Oddnýju mikillar afsökunar að hafa sagt þetta. Eins með Loga Einarsson. Ég geri engan greinarmun á konum og körlum og ég hef aldrei gert.“

27. nóvember 2018

Fyrstu línurnar í fyrstu útgefnu bók minni eru svona: Nú þegar amma er hætt / að borða meðulin sín / og farin að stíga dans, osfrv. Ljóðið heitir Danskvæði. Ég nefni þetta hér og nú, bara vegna þess að mig langaði til að árétta eitt atriði, í framhaldi af nokkru sem ég heyrði eða las í gær, nefnilega orðatiltækinu að kalla ekki allt ömmu sína. Ég man ekki í hvaða samhengi ég heyrði þetta eða las, og auðvitað kannaðist ég við orðalagið (hver kannast ekki við það? jú, hugsanlega ekki fólk yngra en þrítugt); en þetta minnti mig á að ég hef alltaf kallað allt ömmu mína. Og ekki bara í þeim skilningi að ég sé smeykur við allt, að mér blöskri allt í kringum mig, og láti mér allt fyrir brjósti brenna, og svo framvegis, heldur kalla ég í raun allt í umhverfi mínu, bæði fólk og hluti – jafnvel frænda sem situr úti í horni og hlustar á Borodin úr kassettutækinu – ömmu mína. Ekki alltaf upphátt, en samt. Það er orðið langt síðan ömmur mínar létust, svo langt reyndar að ég man ekki hvort ég var vanur að ávarpa þær „amma“ eða „amma mín“ – ég efast reyndar um það – en hvað um það: elskulegar ömmur mínar báðar koma þessu ekkert við. Þótt móðuramma mín hafi á vissan hátt verið fyrirmyndin að ömmunni í fyrstu línunni í fyrstu bókinni minni, þá var það ekki hún sem ég var að yrkja um. Ég var að yrkja um allt. Allt annað. Vegna þess að ég kalla allt ömmu mína. Ég er smeykur við allt. Og blöskrar allt – að minnsta kosti flest. Ég segi ekki að ég gangi um götur bæjarins og bendi á hlutina í kringum mig, blaðrandi um að þetta eða hitt sé amma mín; ég er heldur ekki í því að kynna vini mína fyrir móður minni með þeim orðum að þeir séu amma mín, ekkert svoleiðis. Ég færi aldrei að snúa út úr orðum Ladda og halda því fram að „ég sé amma mín“. Ég vildi bara koma þessu að – að ég kalli allt ömmu mína. Upphaflega ætlaði ég (hér í dag) að tala um hina frábæru skáldsögu Milkman eftir Önnu Burns, einhverja bestu (útlensku) bók sem ég hef lesið lengi – og auðvitað dettur mér í hug núna að ég hefði átt að segja Milkman eftir Ömmu Burns (sem er þó ekki alveg í mínum stíl, held ég) – en þetta verður að bíða; nú hef ég eytt allri orkunni í að láta vita af þessu með „ömmuna“ og allt það. Ég ætlaði líka að minnast svolítið á frænda, sem festi á sér litlafingurinn milli play-takkans og fast forward-takkans á kassettutækinu í gærkvöldi – ég skil ekki hvernig hann fór að því – en nú vinnst ekki tími til þess (að segja frá því).

25. nóvember 2018

Fyrir stuttu birtist umfjöllun um amerísku útgáfu skáldsögunnar Sögumaður í veftímaritinu Full Stop. Mér finnst margt áhugavert í þessum skrifum, þótt höfundurinn, Tom LeClair, kvarti yfir nokkrum atriðum (sem sum verða ansi stór þegar um umkvörtunarefni er að ræða); en það sem mér fannst kannski áhugaverðast, fyrir utan að þessi Tom gefur sér að bíómyndin La Grande bouffe sé vond mynd og vitlaus (sem hún er ansi langt frá að vera), er að í þau skipti þegar hann nefnir eitthvað í tengslum við tónlist, þá fer allt í handaskolum hjá honum. Að vísu kemst hann skemmtilega að orði þegar hann segir foreldra sögupersónunnar G. hafa misþyrmt honum í æsku með því að spila alltaf klassíska tónlist yfir morgunverðinum, sem er pínulítið orðum aukið, en gaman að lesa; en ég fór sjálfur í hnút, og mér svelgdist á kaffinu (eða hverju því sem ég var að drekka þegar ég las þetta), þegar Tom LeClair sagðist hafa komist að því að ég hefði einu sinni verið í hljómsveit sem spilaði undir hjá söngkonunni Björk. Kannski skrifast þetta á það að þessi Tom er talsvert eldri maður en ég (og Björk), eins og ég komst að þegar ég gúglaði hann; en þegar ég las aðeins áfram, og sá að fiðlan í bókinni minni var allt í einu orðin að gítar, þá hugsaði ég sem svo að Monsieur LeClair hlyti bara alltaf að missa fótanna þegar hann færi að tala um músík. Ég veit ósköp vel að maður á ekki að hafa gaman af því að lesa dóma um eigin bækur – jafnvel ekki að játa að maður lesi þá yfirhöfuð – en það fór um mig (sælu)hrollur að sjá samtenginguna og á milli nafns míns og Edgars Allan Poe …

Narrator – Bragi Olafsson

by Tom LeClair

[Open Letter; 2018]

Tr. by Lytton Smith

Because I think Poe’s stalker tale, “The Man of the Crowd,” is his best story and one of the most interesting short stories of nineteenth-century America, I am pleased to discover a like-minded novel from twenty-first century Iceland: Bragi Olafsson’s Narrator. “The Man of the Crowd” is a very short story covering twenty-four hours of a nameless literary man’s stalking a stranger around the rainy streets of London. Narrator is a very short novel — 151 pages — covering eight hours of an almost nameless poetry-quoting man’s following a near stranger around the rainy streets of Reykjavik. Both works are studies of cultural alienation and psychological projection — and playful metafictions that turn readers into stalkers of the stalkers, the authors, and, eventually, of the readers themselves. Both fictions are ultimately and, to me, pleasurably undecidable from their titles onward. We’re never sure if “the man of the crowd” is the person being followed or the stalker or both. And we’re not certain who the narrator of Narrator is because Olafsson keeps switching from first to third person.

There are admittedly richer, fuller stalker narratives, literary ones I mean, not the active sub-genre of popular horror fiction that I found when looking into this category. Nabokov’s Pale Fire, about the delusional “King of Zembla” stalking an American poet, may be the best, the most inventive. More recently, Javier Marias’s Thus Bad Begins and Joshua Ferris’s To Rise Again at a Decent Hour use the stalker to explore complex political and historical subjects. More predictable are stories of sexual obsession such as Ian McEwan’s Enduring Love and Teddy Wayne’s Loner. These writers use considerable concrete detail throughout to ground their stalkers’ compulsions. Poe and Olafsson are more audacious and ingenious because they pull off comparatively abstract, skeletal tours de force. Perhaps double tours because readers may be forced to re-read if they want 1) to extract some conventional psychological or sociological implications from limited data and 2) to try to resolve the circular games that the authors are playing. Of the novels I’ve mentioned, Pale Fire is famously circular. We don’t know if the poet has invented the “King” or the other way around. The action of “The Man of the Crowd” ends where it begins, and the text of Narrator begins where it ends. I realize not many readers wish — to paraphrase John Barth’s title — to be temporarily lost in the Mobius funhouse, but I submit that playing along once in a while with games like Olafsson’s, games about the game of fiction, can be a useful reminder of how fiction works on us.

Narrator begins with a five-page description of an old movie, a French farce with unbelievable events including a character dying because he refuses to flatulate in company. This third-person account and flash-forward ends before the movie does because Aron Cesar, the person our stalker has been following all day, “couldn’t take it anymore” and leaves the theater, followed by the stalker, later identified as “G.” by a first-person narrator, “I.” Most of the novel is told in the third person, but this first-person narrator occasionally interrupts to remind readers of receding narrative frames back to Olafsson, who appears to be real since a person of that name has published other books and played in a backup band for Bjork, who was, coincidentally or not, plagued by a stalker who eventually killed himself. Unless the games of Narrator extend to the fabrication of Internet sites, you can use Google images to find photos of Bragi Olafsson.

“On with the story, on with the story,” as someone says in Lost in the Funhouse. In the morning of stalking day, G. is waiting in line at the post office and sees Cesar mailing a package. G. has never met Cesar and has not seen him in the city for years but immediately assumes he is lying to the postal clerk about the contents of the package. In the next few pages, we learn Cesar had been sexually involved thirteen years earlier with a woman, Sara, who refused G.’s advances. We also learn that unemployed and still virginal G. lives in the basement of his parents, who “abused” him as a child by making him listen to classical music when eating his breakfast.

From the post office, G. follows Cesar to a bookstore where G. overhears the word “five” in a cell phone conversation and concludes that Cesar is arranging a drug deal. Early on G. admits he is obsessed with “formlessness,” and his narrative often digresses into speculations, judgments, random associations, and memories including his vengeful stealing of a very valuable guitar from Sara’s mother. Jealous of Cesar’s good looks, fashionable clothes, social contacts, apparent sexual successes, and past with Sara, the hapless 35-year-old G. appears to project his own past criminality onto Cesar, though that remains uncertain throughout.

It seems that Olafsson — compared to Poe — is giving away the game in the first forty pages. It was at the end of “The Man of the Crowd” that Poe’s first-person narrator decided the man he was stalking was “the type and the genius of deep crime” because the man appeared energized whenever he was in a crowd. In Olafsson’s next 110 pages we do learn more about the energetic Cesar and weary G. as they make the rounds of public places in the city, revisiting some locations like Poe’s characters do. Although G. provides anecdotes from his past, the psychological dynamic of the first forty pages isn’t much deepened.

Watching Cesar and others watching a soccer game on television, G. notes their “rising excitement” that “comes to nothing” and then repeats. He says “nothing happens twice” and can’t recall the source of the sentence. It’s a reviewer’s description of Waiting for Godot. Like that play and Pale Fire, Narrator has comedy. G. is a bumbling stalker. He and Cesar almost bump into each other, and G. describes silly positioning in order to eavesdrop on Cesar’s trivial conversations. When G. uses his cell phone to call Cesar, pretending he is someone else, the effect is not the terror that G. presumes. G.’s mother calls him at inopportune times to ask the location of his father, an alcoholic whom G. might more usefully be following. But really the rest of the novel is like that soccer game until G. follows Cesar into the movie. Although Cesar bolts from the bad film, G. says he will return the next day to see how it ends. The stalking ceases soon after when G. watches (presumably) Cesar behind a curtain in a woman’s apartment.

As G. heads home, he’s quite sure that now he is being followed by a man in blue: “G. feels how good it is to have someone concerning themselves with what you do, or where you go.” G. does not, however, conclude that Cesar has felt the same way and for that reason has not confronted his stalker. G. also fails to see himself as Cesar’s partial double, for both have the leisure to walk around the city and amuse themselves. To G.’s credit, he does consider Cesar may be playing a game of “cat and mouse” with G., torturing him with a glimpse at a more sociable and sexual life.

Olafsson narrates a final short section in the first person as G. thinks on the last page — 151 — about the 151-page manuscript he had been meaning to mail when he saw Cesar at the post office. Could Narrator be that manuscript? It’s difficult to say as, like a Mobius strip or Klein bottle, the book twists outside and inside. At the end of “The Man of the Crowd,” the narrator implies that the stalked man’s heart is a gross book that, in a German phrase, does not allow itself to be read. The mise en abyme at the end of Narrator may imply a similar impossibility.

Poe begins his tale with a lot of very specific and seemingly authoritative details as the narrator sits inside a London coffeehouse and analyzes the classes of people who pass by. The presumably British narrator’s judgment of the shabby but also stylish man he stalks may be seen as yet another class-conscious action critiqued by the American author. Narrator contains less local color, though Olafsson does identify streets (with their odd, to the American ear, names) and businesses. In apparently quite homogenous Iceland, Cesar stands out, at least in G.’s mind, because he is half Brazilian, ethnically alien as Poe’s man of the crowd appears socially alien. The ethnic and gender stereotypes of the forty-year-old French movie amuse and interest G. but not Cesar, whose early exit might imply a moral (or aesthetic) judgment of G. At least that’s one way to understand why Narrator opens with a seemingly irrelevant movie. Another possibility is that this reader is desperate to wring some cultural meaning, along with the psychosexual interpretation, from a novel as much concerned with how people read as with what is read. G. would have stuck with the unbelievable, empty movie to see the ending. I stuck with G. and the narrator to the end of Narrator, and then asked myself why. I didn’t pay for the book, as Cesar and G. paid for the movie. I didn’t have to review the novel and wouldn’t be paid if I did. I believe I pretty much understood in those first 40 pages what Olafsson was up to, and yet I stalked on, which makes me think Narrator is most fundamentally about readers’ appetite for an ending, even if the beginning is unlikely and the middle is repetitive. Stalking the story, we readers will take a lot, to paraphrase Cesar, because we assume that the conclusion will be worth our persistence, give us a conclusion, a new understanding, a novel perception. And if denied, some readers (myself included) will do what Jason Compson Sr. describes in Faulkner’s Absalom, Absalom!: “you re-read, tedious and intent, poring, making sure that you have forgotten nothing, made no miscalculation; you bring them together again and again nothing happens: just the words, the symbols, the shapes themselves, shadowy inscrutable and serene.”

I don’t wish to claim too much for the often amusing Narrator, but if you do re-read you may be left, like Mr. Compson, with “just the words, the symbols.” If frustrated in your pursuit of the narrators’ and author’s intentions, the seeming referents of the words — the characters and actions — could disappear and you will be like the conspiracy theorist QAnon with his “crumbs” or the literary theorist William Gass, who could never remind readers often enough that fiction is made of words on the page and their connections to other words. To make matters even more undecidable, those English words have been translated from the Icelandic. This deconstructive emptying effect could be even more dispiriting than a denied conclusion because referent-desiring readers would be left, basically, with those odd street names and a few allusions to artistic works. Those and the stupid movie, which actually exists and would be Olafsson’s joke — “This, this is what you can hang onto.” — if he has gone beyond Poe’s mockery of his narrator’s confidence in the sticky relationship between words and things.

Poe knew that his “didactic heresy” meant readers expected a moral conclusion, so he had his narrator give them one. G. imagines a prospective publisher of his manuscript saying “Should he not . . . be worrying about the reader?” Olafsson knows what readers want. More than a 150 years after Poe’s story, after modernism and after postmodernism, readers still want to conclude, still want to believe words in fiction refer, so Olafsson’s deconfirming and possibly “inscrutable” games could also be considered didactic, maybe even necessary, for all I know, in the literary environment of Iceland. Compared with the stalker novels I mentioned earlier, Narrator is relatively empty or, more precisely, reductive in its plot and characters and setting. If the book were fuller, readers might be content with its content, the sociology and psychology implied by more extensive detail. But in its contracted form, Narrator ultimately moves from questions about the characters’ lives and the author’s intentions to a Mobius stripping away of illusions about referring and concluding.

 

Tom LeClair is the author of three critical books, six novels, and hundreds of reviews and essays in national periodicals.

23. nóvember 2018

Þegar umsjónarmaður síðu (sem bróðir vill ekki kalla heimasíðu; hann bara vill það alls ekki – og nú man ég ekki hvað svona heimasíða kallast), þegar hann, umsjónarmaðurinn, kom að frænda sofandi í hornstólnum í morgun, skimaði hann yfir blaðið sem grey kallinn hafði verið að lesa áður en hann sofnaði; og hann rak augun í nokkrar línur í blaðinu sem frændi (þá væntanlega vakandi) hafði strikað undir með 0.7 skrúfblýantinum sínum. Línurnar er að finna í „innlendum“ leiðara Friðriku Benónýsdóttur í vikublaðinu Mannslífi (ég veit: ég ræð ekki við mig, eftir að Þórarinn Eldjárn – sjá síðustu færslu – nefndi íslenskt tímarit í einhverri sögunni sinni þessu nafni, Mannslíf); leiðarinn nefnist Um hvað mega skáldsagnahöfundar skrifa; og línurnar sem undirstrikaðar voru eru þessar: „Rithöfundar eru ekki fræðarar, það er ekki þeirra hlutverk að berjast gegn óréttlæti heimsins og það er ekki okkar hlutverk að hefta listrænt frelsi þeirra, hversu vel sem við meinum með því. Við verðum að geta gert þá kröfu til okkar sem lesenda að við kunnum að skilja á milli skáldaðs veruleika og þess veruleika sem við hrærumst í alla daga. Til hvers ættum við annars að lesa skáldskap?“ Nú þegar frændi er enn sofandi – sem hann hefur verið grunsamlega lengi, samt ekki dáinn – veit ég ekki hvort hann sofnaði út frá þessum línum Friðriku í blaðinu; en ég upplifi þetta þannig (og vil ítreka í leiðinni að mér fannst ekkert syfjulegt við þessi leiðaraorð) að hann, frændi, hljóti að hafa beitt blýantinum sínum með það fyrir augum að ég læsi orð blaðamannsins, og gerði jafnvel eitthvað við þær. Og það er ég að gera núna. Ég er að setja þau á netið. Á síðuna sem nefnd er eftir frænda. Ég hafði verið að hugsa um að hafa bara músík – það er nefnilega föstudagur (svartur föstudagur) – og mér hafði verið hugsað til lags með hljómsveitinni Steely Dan, Black Friday; en mér fannst það ekki alveg nógu spennandi lag til að hafa; og kannski er það einmitt ástæðan fyrir því að ég greip tækifærið og ákvað að láta „rödd“ frænda í stólnum heyrast. En þið ættuð að heyra hljóðin í honum þessa stundina. Það eru ekki beinlínis hrotur sem koma upp úr honum, eða frá honum – þetta er eitthvað annað. Samt ekki hryglur. Mér verður hugsað til Edgards Varèse. Og kannski ætti ég að hafa tóndæmi með honum, Edgard Varèse? Nei, ekki í dag. Ég las annars annan leiðara blaðs í morgun, eftir ritstjóra Stundarinnar, Jón Trausta; hann er um agent Bandaríkjaforseta á Íslandi, ritstjóra Morgunblaðsins. Og það vill svo til að ég horfði á þrjá þætti í gærkvöldi á Netflix um forseta Bandaríkjanna, og sögu hans og líf, og leiðina að því embætti sem hann gegnir. Það var eins og að horfa á Dallas. Þá á ég við þættina um J.R. og Bobby og alla þá – vondu kallana og góðu (ef það voru þá einhverjir góðir kallar í Dallas). Leiðari Jóns Trausta fjallaði einmitt um tvo vonda kalla, Bandaríkjaforseta og ritstjóra Morgunblaðsins, sem yrðu þó alveg örugglega mjög góðir hvor við annan ef þeir hittust. Guð hvað væri gaman að sjá þá hittast. Að sjá þá saman. Það yrði eitthvað. Eins og það var gaman að sjá ritstjóra Morgunblaðsins (sem þá gegndi einhverju öðru embætti) og George W. Bush saman. „Gaman saman“? Er þetta ekki lína úr texta með Deildarbungubræðrum? Að minnsta kosti rímorð úr texta með Deildarbungubræðrum. En hvert verður lag dagsins? Cab it up! með The Fall. (Ég veit ekki af hverju ég hafði aldrei heyrt þetta lag áður, ég er búinn að eiga þetta á plötu í 30 ár.) Gjörið svo vel: Cab it up!

 

21. nóvember 2018

Mér er sagt að Þórarinn Eldjárn viðri ljóð alla miðvikudaga á facebook. Í dag er miðvikudagur, og ég ætla að láta eins og frændi hafi heyrt af þessu uppátæki Þórarins, og hafi ákveðið að apa eftir honum, án þess að láta nokkurn vita að hann hefði vitneskju um ljóðaviðrun Þórarins. Sem hann hefur ekki. En hvaða ljóð velur frændi á svona miðvikudegi? Ég veit að hann fór í miðbæinn í gær (þótt auðvitað sé spurning hvað teljist vera miðbær á þessum tímum reykvískrar útþenslu); hann kom við í bókabúðinni í Austurstræti, þar sem hann velti fyrir sér úrvalinu, með það í huga að fá eitthvað fyrir inneignarnótu sem hann átti (og á enn); og það er fyrir áhrif frá þessari bæjarferð frænda sem hann velur ljóð eftir Unni Eiríksdóttur, Grasaferð um Austurstræti. Ljóðið er úr bók Unnar, Í skjóli háskans, sem kom út árið 1971. Þetta er ein af þeim bókum sem frændi hefur jafnan með sér í gömlu skólatöskunni sinni, þegar hann kemur í stofuna og sest í hornstólinn; ég veit að það eru þrjár eða fjórar bækur sem hann ferjar með sér í töskunni milli staða. Þetta er svolítið skrítin venja, eða uppátæki; en kannski ekkert skrítnara en það að lesa bækur á göngu um göturnar, eins og hún gerir, söguhetja bókarinnar sem ég er að lesa í augnablikinu, Milkman (og reyndar sjálfur höfundurinn bókarinnar, Anna Burns – hún segist hafa lesið bækur á göngu þegar hún var ung). En allavega, hér er ljóð Unnar, það sem frændi valdi til að viðra hérna á „frændanum“; og í framhaldi af ljóðinu koma svolitlar upplýsingar um Unni Eiríksdóttur, sem ég fann á vefsíðunni skáld punktur is:

 

GRASAFERÐ UM AUSTURSTRÆTI

 

Undarlega dapurleg

eru andlitin

þessi slokknuðu.

 

Undarlega björt

eru andlitin

þessi lífsglöðu.

 

Og svo þessi yngstu

með augu eins og bláa spegla.

 

Undarlega fjölskrúðugur er gróður malbiksins.

 

Unnur Kristjana Eiríksdóttir fæddist á Bíldudal, 7. júlí 1921, ein af 15 dætrum Eiríks Einarssonar bónda, Réttarholti, Reykjavík, og konu hans Sigrúnar Kristjánsdóttur. Hún ólst frá barnæsku upp hjá föðurbróður sínum Þorsteini Einarssyni, kennara að Höfðabrekku í Mýrdal.

 

Unnur hóf rithöfundarferil sinn með smásögum og Ijóðum sem birtust í blöðum og tímaritum. Fyrsta bók hennar, Villibirta, kom út árið 1969, næst kom ljóðabókin Í skjóli háskans 1971 og loks smásagnasafnið Hvítmánuður, 1974. Hún þýddi skáldsögur, m.a. eftir Jean-Paul Sartre og Friedrich Durrenmatt og las margar þýðinga sinna í útvarpi.

 

Unnur lést 7. janúar 1976 eftir langvarandi veikindi, 55 ára að aldri. Sambýlismaður hennar síðustu árin var Stefán Hörður Grímsson, skáld.

 

19. nóvember 2018

Músík á mánudegi:

Og til að lesa samhliða Faraóinum, nokkrar línur úr hinni endalaust fínu bók um mjólkursendilinn:

… and this sister was standing in her drainpipes and flip-flops with every toenail painted a different colour. This was before the years when people except in Ancient Egypt painted toenails different colours. She had a glass of Bushmills in one hand and a glass of Bacardi in the other because she was still at that stage of working out what to have for her first drink.

16. nóvember 2018

Í tilefni dagsins, sem er Dagur íslenskrar tungu:

I was sitting in a taxi with Harold once, when we’d been doing Betrayal for a bit, and halfway home I asked him about one of the characters in the play. I said: “What’s the meaning of Casey?” I’d become a little bit over-analytical. He said: “Jesus, Janie, you sound like an American university student! He’s a publisher. That’s it! There’s nothing weird about it.” He expected you to trust yourself. If you asked him about something he’d written, he’d answer: “I don’t know. I just wrote it.” (Janie Dee, leikkona, í Guardian, 15. nóv. 2018, þar sem hún tjáir sig um leikrit Harolds Pinter, Betrayal)