15. janúar 2017

RÚSSNESK TÓNLIST

 

„Ég set niður á blaðið fagran hljóm – og allt í einu ryðgar hann,“ sagði Alfred Schnittke.

 

Dimítrí Sjostakóvits var einhverra hluta vegna ekki mjög velviljaður Alfred Schnittke – kannski voru þeir um margt of líkir. Sjostakóvits var öllu vingjarnlegri við Sofiu Gubaidulinu.

 

„Mér finnst að þú eigir að halda áfram á þinni röngu braut,“ sagði hann við hana.

 

(Af því tilefni er hér fiðlukonsert Sofiu, In tempus praesens. Um leið minnir titill verksins mig á að allt í einu er fyrsti mánuður ársins hálfnaður. Sem er svakalegt.)