27. maí 2016

Enn ligg ég undir feldi vegna þeirrar ákvörðunartöku sem ég stend frammi fyrir, um hvort ég eigi að svara restinni af spurningunum sem ég minntist á hér fyrir ofan – eða neðan (eins og það kemur út á síðunni). Sem stendur hef ég ekki tíma til að sinna þessu; ég hef öðrum hnöppum að hneppa, eins og sagt er. Er þá ekki það besta í stöðunni að setja smá músík „á fóninn“? Ég fór á tónleika í fyrradag, og heyrði þar (og sá í fyrsta sinn) fluttan píanókonsert Ravels (fyrir báður hendur, ekki bara þá vinstri); og auðvitað ætti ég að velja þá músík til að hafa hér. En um leið og ég nefni það, þá er ekkert auðveldara en að fara bara beint á youtube og finna þennan dásamlega konsert. Hér er aftur á móti gömul upptaka með Camarón de la Isla og móður hans: