Kiljan og Víðsjá fjalla um Handritið

Fjallað var um bók Braga Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson í menningarþættinum Víðsjá á Rás 1 þann 1. desember. Þar fjallaði Hjalti Snær Ægisson um bókina en hlusta má á umfjöllun hans á vef Ríkisútvarpsins.

„Hér líkt og fyrr tekst honum víða mjög vel upp við að draga fram allar þversagnirnar sem blunda undir sléttu og felldu yfirborði hlutanna. þergar allt kemur til alls er það einmitt raunin að hið fáraánlegasta af öllu fáránlegu er oftar en ekki það sem við köllum hversdagsleika.“
Hjalti Snær Ægisson / Víðsjá, RÚV

Í sjónvarpsþættinum Kiljan í Sjónvarpinu var bókin tekin til umfjöllunar hjá þeim Agli Helgasyni og bókmenntarýnendunum Þorgerði E. Sigurðardóttur og Hrafni Jökulssyni. Hægt er að horfa á upptöku á vef Sjónvarpsins.

„Þetta er ofboðslega stórt, margslungið, djarft og undirfurðulegt verk. … mjög fyndið á köflum. … Bráðsnjöll saga.“
Egill Helgason / Kiljan

„Þetta er ansi hreint mögnuð skáldsaga. … Margir þræðir og alveg meistaralega vel fléttuð.“
Þorgerður E. Sigurðardóttir / Kiljan

„Þessi mikla bók er samin af miklu hugviti, í mörgum lögum, og hann spinnur þetta af ótrúlegri leikni. …  mjög skemmtileg bók … Bragi er fantagóður og sérstæður stílisti …“
Hrafn Jökulsson / Kiljan

Leave a Reply