28. apríl 2016 (aukafærsla)

Um leið og ég hafði sent síðustu færslu í loftið fann ég að eitthvað var rangt í henni – eitthvað var að trufla mig. Enda var ég ekki lengi að finna hvað það var. Ég sagðist hafa spurt Rósu hvort nafn mágkonu hennar, sem hún kallaði Lindu, væri hugsanlega „dulnefni einhverrar annarrar manneskju“, en auðvitað var það ekki rétt orðað. Ég hefði átt að spyrja hana hvort nafn mágkonunnar væri „dulnefni hennar“, en ekki „dulnefni annarrar manneskju“. Það segir sig sjálft. Enda tók ég fram að spurningin hefði verið út í hött – ég hafði að minnsta kosti rétt fyrir mér þar.