15. júní 2016

Unknown-1

Nú vandast málið hvað varðar persónulegan stuðning við landslið í Evrópukeppninni 2016. Nú getur maður ekki bara haldið með Spáni (og/eða hugsanlega Þýskalandi, jafnvel Wales), heldur verður maður líka að halda með Íslandi. Og taka undir í Lofsongur þegar hann er sunginn næst á einhverjum vellinum í Frakklandi. Það var gaman að fylgjast með íslenska og portúgalska liðinu ganga inn á völlinn í gær. Fremstur í því portúgalska gekk hinn choco-brúni Ronaldo, og í því íslenska einhver fölur, síðskeggjaður víkingr (sem ég veit núna að heitir Aron – samt ekki Aron Cesar). Og svo byrjaði leikr, og víkingr náði að jafna choco. Nú hefur EM endanlega skyggt á íslensku forsetakosningarnar. Og þá er bara spurning hvað mun skyggja á EM? Frétt dagsins í dag er sú að það er búið að handtaka tvo einstaklinga í tengslum við Guðmundarmálið frá 1974. Spurning hvort það nái að skyggja á úrslit gærdagsins, og varpa lengri skugga yfir næstu úrslit í leikjum íslenska landsliðsins. Annars er svo mikil sól í glugganum hjá mér í augnablikinu að öll hugsun manns um skugga er við það að gufa upp. En á meðan ég velti fyrir mér þeim galopna möguleika að setja inn aukafærslu seinna í dag (hugsanlega eitthvað um hegðun rússneska „stuðningsliðsins“ þegar Rússarnir keppa upp úr hádegi), þá læt ég hér fylgja erlend skrif um hinn íslenska Lofsongur: The match had opened with the first rendition of the Icelandic national anthem at a European Championship. The Lofsongur is not a particularly happy hymn, ending as it does with a line likening its country to a small flower “with a quivering fear that prays to its god and dies.”