4. janúar 2017

Þeir sem kusu Bjarta framtíð í október síðastliðnum kusu Viðreisn. Og til að Viðreisn komist í ríkisstjórn þarf Sjálfstæðisflokkurinn að vera í forsæti. Eða framsæti. Ég þekki fólk sem kaus Bjarta framtíð. Eina leiðin til að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum virðist hafa verið sú að kjósa Pírata. Þess vegna kaus ég Pírata. Ég myndi kjósa Pírata aftur. Samfylkingaratriðið í áramótaskaupinu er klassískt grín. Mér finnst að Smekkleysa eigi að gefa út lagið. Svo er ekki meira með það. Jólasýningar stóru leikhúsanna halda áfram að fá tvær stjörnur í Fréttablaðinu – mér er sagt að rithöfundur á facebook hafi spurt sjálfan sig (og þar með lesendur facebook) hvers vegna leiklistargagnrýni sé óvægnari en önnur listgagnrýni. Mér dettur í hug að svarið liggi í því – og þá er ég að hugsa um tveggjastjörnusýningar síðustu daga – að höfundar þeirra sýninga eru að semja texta í nafni leikskáldanna sem um ræðir; þeir eru að láta William Shakespeare og Halldór Laxness tjá sig um búsáhaldabyltinguna sem átti sér stað (ef hún átti sér stað) árið 2008 – og stöðu kvenréttinda á Íslandi árið 2016. Ég held ég skilji alveg hvers vegna leiklistargagnrýni síðustu vikna á Íslandi er óvægnari en önnur listgagnrýni.