23. mars 2017

Dagar ljóðsins halda áfram, og þar með Ljóð dagsins (í þetta sinn prósaljóð):

I

„Ég skil það að við höfum áhyggjur af eignarhaldi og ég vil fá upplýsingar. En við verðum samt að passa okkur að fara ekki í óyfirvegaða umræðu því að hún getur verið skaðleg fyrir okkur öll. Hér er um að ræða fjármálafyrirtæki sem þarf á trúverðugleika að halda. Við erum með kerfi, eftirlitsstofnun, FME, sem hefur eftirlit með þessu, sér um framkvæmd laganna og þð er mikilvægt að við förum ekki fram úr okkur í þessari umræðu.“

II

„Þá erum við að skaða okkur sjálf og skaða íslensk fjármálafyrirtæki og við þurfum þess vegna að fara farlega. Ég legg því til að umræðan um þetta verði yfirveguð og við förum mjög varlega í allar yfirlýsingar. Vegna þess að það sem við segjum getur haft mikil áhrif á hvernig aðrir hegða sér.“

(Brynjar Níelsson, 22. mars 2017)