24. október 2017 (aukafærsla)

„Halló?“

„Sæll.“

„Eru þeir farnir?“

„Hverjir?“

„Þessir sem voru hérna áðan.“

„Áttu við draugana hérna áðan?“

„Draugana?“

„Þetta voru andar liðinna tíma – hafðu ekki áhyggjur. Hugsaðu bara um Scrooge. Og hættu síðan að hugsa um hann. Ef þeir koma aftur, þá er bara að skvetta á þá óvígðu vatni.“

„Óvígðu?“

„Vígt vatn hefur enga virkni á svona aðila.“

„Þannig að við notum bara blátt vatn?“

„Absolutely. Blátt vatn er það eina sem dugar.“

„Á svona aðila?“

„Já. Á svona aðila, eins og þú kallar þá réttilega. Þetta voru heldur betur aðilar. Ég hef ekki heyrt í svona miklum aðilum áður. Ég held þeir hljóti að vera félagar í einhverjum aðilasamtökum.“

„En verður ekki að hreinsa loftið?“

„Jú. Smá músík?“

„En ætluðum við ekki tala um einhverjar bækur?“

„Það verður að bíða. Setjum smá Antonín á fóninn.“

„Dorsjak?“

„Ef eitthvað hljómar rétt á svona fallegum þriðjudegi, fjórum dögum fyrir kosningar, þá er það Terzetto fyrir tvær fiðlur og lágfiðlu.“

„Láttu það koma. Láttu það koma. (Ég finn strax hvernig loftið einhvern veginn hreinsast af hinum staðna og fúla anda fortíðarinnar …)“

„Já, já. Ekki meira um það. Let´s rock.“