6. nóvember 2017 (aukafærsla)

Illar tungur innan bókmenntaheimsins ræddu það sín á milli að einhver (innan bókmenntaheimsins) hlyti að segja eitthvað um nýjasta útspil (eða kert´og spil) Forlagsins hvað varðar nýjasta Arnald. Nú hef ég ekki myndefnið á tölvutæku formi, en gæti alveg eins látið fylgja mynd af Kim Jong-un eða Donald Trump –„útspil“ Forlagsins er alveg jafn fyndið – og það eru fleiri sem hafa komið auga á hið „kómíska tækifæri“ sem svona „útspil“ býður upp á. Jónas Reynir, höfundur skáldsögunnar Millilendingar og ljóðabókarinnar Stórra olíuskipa (og fleiri bóka), hefur stokkið á lest Forlagsins og Arnaldar, með því að kynna til sögunnar „pakka“ með sínum bókum. Utanáskrift pakkans frá Arnaldi er Af því þú ert frábær (ef til vill svolítill tónn frá ákveðnu tímabili í ísl. fjármálalífi?), en Jónas Reynir kýs að bjóða sínum markhópi upp á eftirfarandi: Af því þú átt skilið skilyrðislausa ást. Verst að hafa ekki myndefnið sem ætti að fylgja þessari frétt, en það á ábyggilega einhver eftir að dreifa því – ég gæti vel trúað að það rati í prentmiðlana fljótlega.