8. nóvember 2017

Maður verður aðeins leiður á því sem er nýtt. (Sören Kirkegaard)

Þrátt fyrir það er ástæða til að benda á nýjustu útgáfuna á tónlist Bill Evans. Enda er upptakan gömul – hvað annað? Ég kom við í Smekkleysu í gær, og Ási benti mér á þessa fallegu útgáfu frá Resonance:

Og fyrst Eddie Gomez er hluti af tríóinu, þá er ástæða til að rifja upp þessa dásamlegu myndupptöku frá Finnlandi (mig minnir að henni hafi áður verið „deilt“ á þessari fáránlegu síðu minni):

En aftur að hinu „nýja“. „Nýja“ bókin er enn ekki komin með skipinu. Hún átti að koma í fyrradag – ég er orðinn nokkuð viss um að skipið er sokkið. Hugsanlega hefur það náð inn á Rauðarárvíkina (þar sem fyrsta ljóðið í bókinni „gerist“), en augljóslega ekki komist lengra. Ég verð bara að lifa með því.