13. nóvember 2018

Rufus á þriðjudegi. Damókles og Díónýsíus. Ég bíð og bíð eftir nýrri poppplötu frá poppséníinu (það eru komin sex ár frá þeirri síðustu), en hann sendir bara frá sér hverja óperuna á fætur annarri – að minnsta kosti eina óperu – á meðan hann á að vera að búa til poppplötur. En þessi sending til fólks með kosningarétt í Bandaríkjunum dugar í bili.