19. október 2016

„Sá sem heldur sig við staðreyndir mun ekki komast hinum megin við þær, að kjarna hlutanna. Ég afneita staðreyndum, þeim öllum, án undantekninga. Fyrir mér hafa þær ekki nokkurt gildi; þess vegna forðast ég þær áður en þær ná að draga mig niður til sín.“ (Arnold Schoenberg, 1874 – 1951) Maður hefði haldið að þetta væri einhvers konar leiðarvísir fyrir listamenn og skáld, enda settur fram af tónskáldi; en „staðreyndin“ virðist samt vera sú að það séu frekar stjórnmálamenn sem líta til þessara orða Austurríkismannsins. Enda er oft talað um að stjórnmál séu listgrein. Og þess vegna eru þau ríkisstyrkt.