15. febrúar 2017 (aukafærsla)

Yfirskrift færslunnar hér fyrir neðan varð óvart 15. nóvember 2017, í stað 15. febrúar 2017. Hugsanlega er ég nú þegar undir áhrifum frá tónlistarkennaranum Winifred, sem breytti sér í viðskiptamanninn og þjálfarann Toni Erdmann. Ég biðst velvirðingar á þessu, og til að sýna fram á að mér sé full alvara með þeirri beiðni, þá ætla ég að birta myndina af fyrrverandi forseta Íslands og Ratzinger páfa (það er orðið allt of langt um liðið frá síðustu birtingu). En nú verð ég aðeins að staldra við. „Nei, bíddu nú aðeins,“ segi ég við sjálfan mig. Stenst það, að þessi færsla hér sé aukafærsla, merkt febrúar, þegar færslan á undan var merkt nóvember, og er þar af leiðandi færsla „langt inn í framtíðina“? Ég veit það ekki. En eins og ég sagði í „nóvemberfærslunni“, þá hef ég ekki tíma til að vera að velta þessu fyrir mér. „Njóttu dagsins,“ eins og afgreiðslufólkið segir.