7. mars 2017

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Það var franski dómarinn, fiðluleikarinn, tungumálakennarinn, mataráhugamaðurinn og heimspekingurinn Jean-Anthelme Brillat-Savarin (1755 – 1826) sem á að hafa sagt – og sagði víst alveg örugglega – hin frægu orð: „Segðu mér hvað þú borðar, og þá skal ég segja þér hvað þú ert.“ Eða „hver þú ert.“ Ég borða sjálfur aldrei neitt nema afganga frá deginum áður. Alla daga. Bara afganga.