20. nóvember 2017

Þegar eitthvað óvænt gerist, þá fylgir því stundum – og ekki bara stundum, heldur alltaf – eitthvað annað óvænt, eða óheppilegt (eins og mistök í stjórnmálum og fjármálalífi eru jafnan nefnd). Þessum orðum var í gær ætlað að vera formáli að færslu um pappírskápuna utan um ljóðabókina Öfugsnáði, en nú finnst mér ekki við hæfi – það væri í raun frekar óheppilegt – að vera að tjá sig um hið óvænta í sögu áðurnefndrar pappírskápu, því á Bókamessunni í Hörpu í gær gerðist það nefnilega að eintak seldist af bókinni. En nú að öðru – ekki meira um þetta í bili. Þegar Benjamin Britten fór til Feneyja veturinn 1975 sá hann þetta: