4. desember 2017

Það sem skrifað hefur verið með pennanum getur ekki einu sinni öxin höggvið burt (rússneskur málsháttur). Bara ef það væri svoleiðis. Hvert einasta orð (kannski ekki alveg hvert einasta) sem ég skrifaði fyrir helgi hefur nú verið fjarlægt af pappírnum – ég notaði til þess öxina sem ég geymi bakvið sjónvarpið.