30. ágúst 2018

Í dag hafði ég ætlað mér að segja frá tveimur hljómplötum sem ég fékk að gjöf í fyrradag, en svo bárust mér ákveðin tíðindi, ótengd plötunum, sem mig langaði til að gera skil áður en ég færi að tjá mig um þessar plötur. Allajafna reyni ég að forðast mikla umfjöllun um peninga – hún hefur alltaf ákveðna áhættu í för með sér („Nú, hann er bara með allan hugann við peninga, drengurinn“, osfrv.) – og helst alls ekki að nefna neinar peningaupphæðir; en þessi tíðindi sem ég minntist á byggja í raun of mikið á ákveðnum upphæðum til að hægt sé að sleppa þeim alveg í samhenginu. Þetta fjallar um styrki frá National Endowments for the Arts í Ameríku, til bókmenntaþýðinga; og vegna þess að einn styrkurinn er veittur til „aðila“ sem ég þekki vel, Englendingsins Lytton Smith (sem hefur þýtt tvær af mínum bókum, og nokkrar sögur og ljóð), þá datt mér í hug að honum fyndist ef til vill svolítið skrítið – „svolítið sérstakt“, eins og sumir kysu að orða það – að ég léti þessi tíðindi fara alveg framhjá „frændanum“, að ég minntist ekki einu orði á styrkinn sem Lytton var að fá, bara eins og ég (eða frændi) hefði aldrei frétt af honum – að styrkurinn hefði í raun aldrei verið veittur. Ég hefði fullan skilning á því, að Lytton myndi hugsa eitthvað á þessa leið – ég myndi gera það sjálfur, fengi ég styrk. Einhverjum kann að finnast það óþarfi að ég skuli nefna nöfn allra hinna sem fengu svona styrk, og vitaskuld væri nóg að hafa upphæðina 12,500 dollarar bara einu sinni, í stað þess að hafa hana í sviga á eftir öllum nöfnunum; en ég ætla ekki að hugsa meira um það. Fyrst kemur listinn yfir alla styrkþegana; síðan útlisting á styrknum til Lyttons:

National Endowment for the Arts

arts.gov

Fiscal Year 2019 NEA Literature Translation Fellowship Recipients

Number of Grants: 25 Total Dollar Amount: $325,000

Some details of the projects listed are subject to change, contingent upon prior NEA approval. See the following pages for more information on the projects and translators. Please note these awards are pending Congressional approval of the NEA’s fiscal year 2019 budget.

  • Kaveh Bassiri, Fayetteville, AR ($12,500)
  • Eric M. B. Becker, Jackson Heights, NY ($12,500)
  • Ian Boyden, Friday Harbor, WA ($12,500)
  • Sean Gasper Bye, Brooklyn, NY ($12,500)
  • Rachel Careau, Hudson, NY ($12,500)
  • Peter Covino, Providence, RI ($12,500)
  • Anna Deeny Morales, Chevy Chase, MD ($12,500)
  • Katrina Dodson, Brooklyn, NY ($12,500)
  • Jennifer Feeley, South Lyon, MI ($25,000)
  • Edward Gauvin, Eugene, OR ($12,500)
  • Elizabeth Harris, Alma, WI ($12,500)
  • Stefania Heim, Bellingham, WA ($12,500)
  • Thomas J. Kitson, New York, NY ($12,500)
  • Karen Kovacik, Indianapolis, IN ($12,500)
  • Christina E. Kramer, Toronto, ON ($12,500)
  • Oksana Maksymchuk, Fayetteville, AR, ($12,500)
  • Lynn E. Palermo, Lewisburg, PA ($12,500)
  • Kerri A. Pierce, Honeyoye Falls, NY ($12,500)
  • Kristina Reardon, Worcester, MA ($12,500)
  • Lola Rogers, Seattle, WA ($12,500)
  • Samah Selim, Port Washington, NY ($12,500)
  • Antony Shugaar, La Jolla, CA ($12,500)
  • Lytton Smith, Rochester, NY ($12,500)
  • Marcela Sulak, Louise, TX ($12,500)
  • Rose Waldman, Brooklyn, NY ($12,500)

Lytton Smith, Rochester, NY ($12,500)

To support the translation from the Icelandic of the novel Blot by Sígrun Pálsdóttir. Although Pálsdóttir (b. 1967) has won or been short-listed for all of Iceland’s major literary prizes, including the prestigious Icelandic Bookseller’s Literary Prize and the Icelandic Women’s Literature Prize, her books have not yet been translated into English. The topics she explores in her fiction—issues of reality, misjudgment, and social expectations guiding individual actions—are timely in a climate of social media and virtual realities. In Blot, a 17th-century manuscript becomes the catalyst for the collapse of an historian protagonist’s physical and mental world into the realm of delusion. The novel dramatizes the hold parents’ lives have on those of their adult children, the pressure to be original in one’s research, and the demands made on women scholars.

Lytton Smith is an award-winning poet and one of the leading translators of Icelandic in the United States. His translations of book-length works from Icelandic include Bragi Ólafsson’s The Ambassador, published by Open Letter, and Tómas Jónsson: Bestseller, a 400-page modernist classic published in 1966 and dubbed “the Icelandic Ulysses.” A recipient of numerous grants and awards, he teaches at the State University of New York at Geneseo.

ps. svo er það leikurinn á laugardag, stundvíslega kl. 14:55.