4. janúar 2019

FYRSTA SETNING: GJÖF

Það er auðvitað alkunna að gjöf sem einn gefur öðrum sé gefin þriðja aðila, vegna þess að sá í miðið kunni ekki að meta hana; en það er sjaldgæfara að sama gjöf sé gefin jafn oft og raunin varð um gjöfina sem Magga (Margrét) gaf upphaflega Rikka (Ríkharði) … (Hugmynd að fyrstu setningu í sögu, sem öðrum er frjálst að nota að vild.)